Verðlaunahafar á nýsveinahátíð 2025
Verðlaunahafar á nýsveinahátíð 2025

Nýsveinahátíð IMFR fór fram laugardaginn 8. febrúar 2025, að viðstöddum um 300 manns, forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, ráðherra mennta- og barnamála, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þingmönnum, 28 nýsveinum, meisturum þeirra, heiðursiðnaðarmönnum og öðrum góðum gestum.

Meðal verðlaunahafa var Bergur Líndal Guðmundsson FNV  sem fékk verðlaun fyrir rafvirkjun. Meistari hans var Jónas Magnús Ragnarsson. 
Skólinn óskar öllum verðlaunahöfum og meisturum þeirra innilega til hamingju. 

Sjá nánar á síðu Iðnaðarmannafélagsins: https://www.imfr.is/is/frettir/nysveinahatid-2025-lokid