Allt að verða klárt fyrir söngkeppni
Söngkeppnin fer fram föstudaginn 15. febrúar kl. 20. Undirbúningur fyrir söngkeppni hefur staðið yfir frá því fyrir áramót hjá nemendaráði NFNV. Keppendur byrjuðu að æfa lögin í annarrri viku janúar. Fjöldi atriða er 13 og kennir þar ýmissa grasa. Lagavalið spannar allt frá klassísku rokki til rapps með viðkomu í poppi. Nemendur á kvikmyndabraut munu sjá um að mynda keppnina.
Kynnar kvöldsins eru Rebekka Ósk Rögnvaldsdóttir og Bergljót Ásta Pétursdóttir. Dómnefndina skipa Helgi Sæmundur Guðmundsson, Stefán Gíslason og Helga Rós Sigfúsdóttir.
Boðið verður upp á skemmtiatriði á meðan dómarar komast að niðurstöðu. Reynir Snær Magnússon kemur fram ásamt kærustu sinni Elínu Sif Halldórsdóttur, söngkonu og leikara. Elín Sif er þekkt fyrir hlutverk sitt í Lof mér að falla. Hún vann jafnframt Söngkeppni framhaldsskóla árið 2015. Reynir Snær er fyrrum nemandi FNV og fór á kostum í hljómsveit söngkeppninnar. Reynir Snær stundar nú nám við listaháskóla í Liverpool.
Dagmar Ólína Gunnlaugsdóttir er skemmtanastjóri NFNV. "Það er búið að leggja rosalegan metnað í keppnina og þetta verður örugglega flott skemmtun". Sæþór Már Hinriksson er formaður nemendaráðs og tekur jafnframt þátt í keppninni með frumsamið lag. "Umgjörðin er flott og það hefur verið unnið langt fram á nótt við undirbúning. Við leggjum mikið í ljós og hljóð en slíkt skiptir miklu máli í svona keppni."
Atriði kvöldsins eru:
Sæþór Már Hinriksson
Dáinn úr ást - Sæþór Már Hinriksson
Óli Bjarki Austfjörð
Ekkert breytir því - Sálin hans Jóns míns
Anna Margrét Hörpudóttir og Dagmar Ólína Gunnlaugsdóttir
What now - Rihanna
Magnús Þór Björnsson
Revelations - Iron Maiden
Áróra Árnadóttir
Always remember us this way - Lady Gaga
Pálmi Ragnarsson
Bitch lasagna - Pewdiepie
Rannveig Sigrún Stefánsdóttir
Somebody to love - Queen
Róbert Smári Gunnarsson og Ingi Sigþór Gunnarsson
Minning - Mugison, Björgvin Halldórsson (Bob Dylan)
Ásbjörn Edgar Waage
Last in line - Tenacious D
Helgi Hrannar Ingólfsson
All i have - NF
Ingi Sigþór Gunnarsson
Fortíðaróður - Sveinn Rúnar Gunnarsson
Atli Dagur Stefánsson
House of the rising sun - The Animals
Eysteinn Ívar Guðbrandsson og Víkingur Ævar Vignisson
Þú verður tannlæknir - Laddi