Sýnishorn veggspjalda
Þann 19. febrúar var haldinn skólafundur FNV þar sem leitað var eftir viðhorfum nemenda varðandi gildi skólans sem eru vinnusemi, virðing og vellíðan. Nemendur unnu saman í hópum, 3-5 í hópi. Hver hópur valdi sér viðfangsefni tengt gildum skólans. Valið var frjálst en gefnar voru nokkrar hugmyndir:
Hvers vegna eru gildin vinnusemi, virðing og vellíðan mikilvæg í skólanum?
Mikilvægi vinnusemi, virðingar og vellíðunar í áhugamálinu mínu/okkar? Dæmi: Við ástundun íþrótta, leiklistar, tónlistar eða tölvuleikja.
Teiknið/finnið/takið myndir sem sýna gildin vinnusemi, virðingu og vellíðan.
Hvernig er hægt að gera gildin vinnusemi, virðingu og vellíðan sýnilegri í skólastarfinu?
Nemendur veltu fyrir sér merkingu gildanna og hönnuðu veggspjöld. Veggspjöldin voru á pappír eða rafræn. Spjöldin voru hengd upp á göngum skólans og birtar voru myndir á Instagram skólans, fnv_fjolbraut
Skólafundurinn tókst vel með virkri þátttöku nemenda sem skiluðu mörgum vel unnum spjöldum. Óhætt er að fullyrða að nemendur eru nú meðvitaðri um gildi skólans.