Mynd af bóknámshúsi
Nýnemar mæta í skólann fimmtudaginn 20. ágúst kl. 10:00. Aðrir nemendur mæta mánudaginn 24. ágúst skv. stundaskrá. Stundaskrár verða aðgengilegar í Innu miðvikudaginn 19. ágúst. Heimavist skólans opnar kl. 17:00 miðvikudaginn 19. ágúst. Þann sama dag verður fundur með foreldrum á sal skólans kl. 19:00. Að honum loknum verður aðalfundur foreldrafélagsins haldinn á sama stað. Ekki verður um skólasetningu að ræða vegna sóttvarna.
Töflubreytingar fara fram fimmtudaginn 20. ágúst og föstudaginn 21. ágúst. í gegnum INNU. Þeir nemendur sem ekki fá lausn sinna mála geta fengið viðtal við áfangastjóra, aðstoðarskólameistara, námsráðgjafa og félagsráðgjafa mánudaginn 24. ágúst kl. 10-12 og 13-15. Leiðbeiningar um töflubreytingar í INNU er að finna á heimasíðu skólans.
UPPFÆRT 20.8:
Kennsla hefst mánudaginn 24. ágúst kl. 8:00, og verður kennsla samkvæmt stundatöflu. Hætt hefur verið við svokallaða víxlkennslu.
Á mánudeginum 24. ágúst verður kennt skv. stundaskrá mánudags og þriðjudags á þann hátt að fyrri kennslustundin t.d. kl. 09:45 er skv. stundaskrá mánudags en sú seinni kl. 10.30 skv. stundaskrá þriðjudags og svo áfram þann daginn.