Mynd af skólasvæðinu
Sumarnám í boði við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sumarið 2020:
Forritun í Arduino
Framhaldsskólaáfangi í Arduino forritun FORR2AR01, verður kenndur á sumarönn 2020 ef næg þátttaka næst. Kennt verður seinni part dags vikuna 8.-12. júní. Farið verður yfir hvernig Arduino virkar og gerð ýmis verkefni sem tengjast íhlutum og forritun. Einnig verður rými fyrir eigin hugmyndir. Tilvalið fyrir þá sem hafa áhuga á smátölvum og forritun. Efnisgjald er kr. 3.000.
Áfangi í Fab Lab
Framhaldsskólaáfangi í Fab Lab NÝSK2IN01, verður kenndur á sumarönn 2020 ef næg þátttaka næst. Kennt verður fyrri part dags vikuna 8.-12. júní. Farið verður yfir möguleika Fab Lab, kennt á hugbúnað og tæki sem geta aðstoðað við framkvæmd hugmynda og nýsköpunar. Sérstök áhersla verður á Inkscape, Slicer, laser, vínylskera og tölvustýrðan fræsara. Efnisgjald er kr. 3.000.
Kvikmyndasmiðja
Kenndir verða tveir áfangar í kvikmyndagerð. Um er að ræða hagnýta handritsgerð KVMG1HA05 og Inngang að kvikmyndagerð KVMG1KG05. Kennt verður í tveimur þriggja daga lotum. Nemendur vinna stjálfstætt að gerð verkefna á milli námslota. Nemendur ljúka kvikmyndasmiðjunni með skilum á eigin stuttmynd sem getur verið leikin mynd, heimildamynd eða auglýsing.
Fyrri lotan verður dagana 26.-28. júní. Seinni lotan verður dagana 17.-19. júlí. Kennt verður frá kl. 09:00 til kl. 19:00 frá föstudegi til sunnudags. Nemendur fá lánaðar myndatökuvélar og tilheyrandi búnað án endurgjalds. Nánari upplýsingar gefur Árni Gunnarsson í síma 892-7707.
Skráning á ofangreind námskeið fer fram á www.fnv.is/is/namid/itarefni/skraning-i-sumarnam eða í síma 455-8000.
Skráningarfrestur í Arduino og Fab Lab námskeiðin er til 5. júní 2020.
Skráningarfrestur í kvikmyndasmiðju er til 18. júní 2020.