Sveinspróf
Dagana 7. – 8. janúar var haldið námskeið til undirbúnings sveinsprófs í húsasmíði í tréiðnadeild Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Fjórtán nemendur sóttu námskeiðið. Þeir Helgi Hrannar Traustason og Eyþór Fannar Sveinsson, kennarar við tréiðnadeild skólans, sáu um kennsluna að þessu sinni. Nemendur komu víða að m.a. frá Akureyri, Reykjavík, Hvammstanga og Blönduósi auk heimamanna.
Sveinsprófið var svo haldið í tréiðnadeild skólans dagana 10. – 12. janúar.
Fjórum nemendum tókst ekki að ljúka prófinu í tíma, en tíu nemendur luku því á tilsettum tíma og stóðu þig allir með prýði.