Töflubreytingar fara fram fimmtudaginn 20. ágúst og föstudaginn 21. ágúst í gegnum INNU.
Leiðbeiningar eru hér: töflubreytingar.
Hér er skjal sem sýnir stokka og áfanga (raðað eftir stokkum) og
hér er skjal sem sýnir stokka og áfanga (í stafrófsröð).
Nemendur geta fengið frjálsa mætingu (FM) í áfanga að uppfylltum vissum skilyrðum. Sjá skilyrði og rafræna umsókn hér: Umsókn um FM-nám
Þeir sem fá ekki lausn í gegnum töflubreytingar í Innu:
Þorkell aðstoðarskólameistari (keli@fnv.is), Kristján áfangastjóri (kristjan@fnv.is), Margrét námsráðgjafi (margret@fnv.is) og Aðalbjörg félagsráðgjafi (adalbjorg@fnv.is) verða til símaviðtals á mánudag og þriðjudag kl 10-15. Sendið tölvupóst á eitt þeirra og þið munuð fá símhringingu. Þið getið líka sent þeim póst vegna íþróttatíma, en nemendur hafa verið í vandræðum með að færa þá.