Undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf
Nú stendur yfir undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf í húsasmíði hjá FNV. Námskeiðið fer fram dagana 16.–18. desember, en sjálft sveinsprófið verður haldið dagana 3.–5. janúar 2025.
Á þessu námskeiði eru skráðir 30 þátttakendur, sem vilja skerpa á þekkingu sinni og undirbúa sig sem best fyrir komandi próf. Undirbúningsnámskeið af þessu tagi hafa verið fastur liður hjá FNV undanfarin ár og notið mikilla vinsælda meðal nemenda.
Með þessu framtaki leggur FNV sitt af mörkum til að styðja við nemendur og tryggja að þeir séu vel í stakk búnir til að ná árangri í sveinsprófinu.