Mynd úr uppsetningu Mamma Mia!
Jebb, jebb, hægt verður að velja leiklist sem valfag á vorönn 2020. Áfanginn verður 5 einingar.
Sigurlaug Vordís mun sjá um kennslu áfangans og tengist áfanginn ekki uppsetningu leiksýninga Nemó, en er ábót í leiklistarlíf FNV og sennilega byrjun á einhverju geggjuðu.
Nemendur geta valið áfangann í töflubreytingum.
Áfangalýsing er eftirfarandi:
Að nemendur öðlist grunntækni í spunalist, framsögn og hópsköpun.Tekin verða fyrir persónusköpun, textagreining og grunnnálgun á leikverkum í drama, gaman- og barnaleikritum.
Undanfari: Enginn
Mat: Símat og frammistöðumat.