Björn J. Sighvatz
Björn J. Sighvatz, kennari á málmsmíða- og vélstjórnarbraut, er tilefndur til Íslensku menntaverðlaunanna 2020 í flokknum framúrskarandi kennari. Í tilkynningu um tilnefninguna kemur fram að Björn er tilnefndur fyrir framúrskarandi kennslu, meðal annars við að hvetja nemendur til dáða og stuðla að góðum námsárangri þeirra. Björn sagði okkur frá kennslustund í eðlisfræði fyrir vélstjóra:
Í haustblíðunni á föstudaginn var ákveðið að fara í verklegar æfingar í eðlisfræði fyrir vélstjóra. Verkefni dagsins var að hraðamæla nokkur mismunandi skeyti. Eftir að nemendur höfðu stillt upp mælitækjunum og farið yfir öll öryggisatriði hófust tilraunirnar. Til þess að gera langa sögu stutta þá mældust hraðinn á skeytunum frá 3450 og niður í 115 fet/sek.
Skólinn ókar Birni innilega til hamingju með tilnefninguna.