Nemendur í eðlisfræði fyrir vélstjóra
Í haustblíðunni um daginn var ákveðið að fara í verklegar æfingar í eðlisfræði fyrir vélstjóra. Verkefni dagsins var að hraðamæla nokkur mismunandi skeyti. Eftir að nemendur höfðu stillt upp mælitækjunum og farið yfir öll öryggisatriði hófust tilraunirnar. Það voru mæld skot úr 223 cal, 22 cal, 38 specal og örvar úr sveigboga. Einnig voru gerðar samanburðar mælingar á skotum af sömu gerð úr skammbyssum og rifflum. Til þess að gera langa sögu stutta þá mældist hraðinn á skeytunum frá 3252 og niður í 118 fet/sek. Að loknum mælingum fór hópurinn í skotkeppni sem gekk vonum framar.