Aðalheiður Reynisdóttir
Nafn: Aðalheiður Reynisdóttir
Búseta og fjölskylduhagir:
Ég er búsett á Sauðárkróki á 3 uppkomin börn og 7 barnabörn. Maðurinn minn er Magnús Ingvarsson húsamíðameistari og byggingafræðingur.
Skólaganga:
Ég lauk sjúkraliðanámi og stúdentsprófi frá FNV, er með B.Sc próf í iðjuþjálfun og kennsluréttindi frá Háskólanum á Akureyri. M.A nám í náms-og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands. Ég er einnig með ICF réttindi sem markþjálfi frá Profectus.
Hvert er starf þitt í FNV?
Ég er kennari og deildarstjóri starfsbrautar.
Áhugamál?
Mér finnst gaman að ferðast, elda mat og stunda útivist og hreyfingu af öllu tagi.
Hvernig er dæmigerður dagur á skólatíma?
Kennsla og undibúningur hennar, sinna og leysa allskonar mál sem koma upp á hverjum degi. Crossfit æfingar og sundferðir, skutla barnabörnunum og njóta samvista með þeim, einstaka bíóferðir, matarboð með fjölskyldunni og hitta vini.
Hvernig er dæmigerður dagur í sumarfríi?
Ferðalög og tímalausir dagar sem einkennast af góðum mat og notalegheitum í góðra vina hópi.
Uppáhalds (tónlist, matur, …)
Ég er eiginlega alæta á tónlist og hlusta á allskonar tónlist. Mér finnst rosalega gott að borða lambakjöt en ég er líka hrifin af austurlenskum mat.
Heilræði til framhaldsskólanema?
Taktu ábyrgð á náminu þínu og stundaðu það af heilum hug