Nafn: Albert Ingi Haraldsson

Búseta og fjölskylduhagir: Ég er í sambúð með Ilonu, sem er finnsk, og við eigum einn son saman, hann Max Tapio.

Skólaganga: Ég er með tvær háskólagráður, BSc í rafmagnsverkfræði og MSc í rafmagnsverkfræði. Ég stundaði nám við Háskóla Íslands og Tækniháskólann í München (TUM). Ég lauk stúdentsprófi í náttúrufræði við FNV og grunnnám í rafvirkjun.

Hvert er starf þitt í FNV? Helgarkennari í rafvirkjun.

Áhugamál? Helstu áhugamál mín eru rafeindatækni, forritun og stærðfræði. Við konan spilum líka mikið saman, bæði klassísk handspil, borðspil og gamla tölvuleiki, þá aðallega Heroes of Might and Magic III.

Hvernig er dæmigerður dagur á skólatíma? Ég bý á höfuðborgarsvæðinu og fer norður þær helgar sem ég kenni. Ég dvel annað hvort hjá bróður mínum eða á heimavistinni. Dæmigerður kennsludagur samanstendur af kaffidrykkju, kennslu og undirbúningi fyrir næsta dag.

Hvernig er dæmigerður dagur í sumarfríi? Sonur minn er aðeins tveggja ára, þannig að sumarið fer að mestu í að sinna honum. Allur laus tími fer í að vinn í húsinu mínu, sem er gamalt og þarfnast mikils viðhalds.

Uppáhalds (tónlist, matur, …): 90s rock og folk music er alltaf í uppáhaldi hjá mér. Fátt er betra en góð steik.

Heilræði til framhaldsskólanema? Lærið að forrita og einhverja iðngrein samhliða ykkar námi. Það mun einfalda lífið ykkar til muna.

Uppáhalds formúla? Euler's formula.  Hún er sérstök vegna þess að hún tengir saman fimm grundvallareiningar í stærðfræði í einni jöfnu:

Örviðtal Albert Ingi