Opnir dagar 2025
Opnir dagar verða 19. - 21. mars. Í opnu dögunum verður stundataflan óvirk. Opnu dögum lýkur með hápunktinum, árshátíð NFNV.
Dæmi um það sem verður í boði er fyrirlestur frá Samtökunum ´78, skíðaferð í Tindastól, förðunarnámskeið, bollakökuskreytikeppni, dungeons og dragons, inntökupróf í lögregluna, handavinnuhorn, karaókí og margt margt fleira.
Skráning í smiðjur og viðburði opinna daga hefst miðvikudaginn 12. mars kl. 11:20 framan við bókasafnið í bóknámshúsi. Skráningu lýkur á hádegi föstudaginn 14. mars. Í sumar smiðjur og viðburði gildir fyrstur kemur fyrstur fær svo það er mikilvægt að skrá sig sem fyrst.
Opnu daga nefnd nemendafélagsins hefur sett saman skemmtilega dagskrá þar sem margt spennandi verður í boði. Miðað er við að nemendur taki þátt í dagskránni bæði fyrir og eftir hádegi miðvikudag og fimmtudag og fyrir hádegi á föstudag. Umsjónarmenn opinna daga taka mætingu í smiðjum og viðburðum.
Til gamans verður hægt að taka þátt í þátttökuhappdrætti á opnum dögum í ár. Nemendur geta safnað Elvisum og þau sem safna sér 16, eða fleiri Elvisum, fara í útdráttarpott. Þeir sem skila inn happdrættismiðanum sínum mæta á sal skólans 9:30 mánudaginn 24. mars og eiga þá möguleika á að vinna vænleg verðlaun.