Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin laugardaginn 13. apríl. Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV og hefst útsending klukkan 20:55. Fulltrúi FNV er Ásbjörn Edgar Waage. Hann mun syngja lagið Last in Line eftir Dio. eins og hann gerði eftirminnilega í FNV keppninni nú í febrúar.
Úrslitin eru í höndum dómnefndar og þjóðarinnar, en með símakosningu er hægt að taka þátt í valinu um sigurvegara. Söngkeppni framhaldsskólann er nú haldin í 28. sinn og það eru 27 framhaldsskólar sem taka þátt í keppninni. Dómnefnd skipa Birgitta Haukdal, Björgvin Halldórsson og Bríet.