Nafn: Hafdís Einarsdóttir

Búseta og fjölskylduhagir: Bý á Sauðárkróki ásamt eiginmanni og þremur börnum

Skólaganga: Árskóli, FNV, Háskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst, flest í háskólanum uppeldis- og kennslutengt

Hvert er starf þitt í FNV? Kennari og gæða- og verkefnastjóri

Áhugamál? Útivera, bakstur, pússla og prjóna

Hvernig er dæmigerður dagur á skólatíma? Vakna og koma öllum út úr húsi, vinna, æfingar hjá börnum eftir vinnu og/eða alls konar tómstundir. Einhver útgáfa af kvöldmat, samvera og loks í háttinn.

Hvernig er dæmigerður dagur í sumarfríi? Alls konar bras – garðurinn, hestarnir, björgunarsveitin, sundferðir, ferðalög.

Uppáhalds (tónlist, matur, …) – Uppáhaldstónlist: alæta, uppáhaldsmatur: Alls konar matur í góðra vina hópi

 Heilræði til framhaldsskólanema? Vertu fyrst og fremst þú sjálf/ur/t og komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig. Virðing og umhyggja fyrir náunganum skilar sér alltaf til baka.