Heiða Jonna Friðfinnsdóttir
Nafn: Heiða Jonna Friðfinnsdóttir
Búseta og fjölskylduhagir: Gift Ægi Erni Ægissyni og saman eigum við tvö börn, þau Frosta Frey 6 ára og Ásbjörgu Eddu næstum 2 ára.
Skólaganga: Gekk í grunnskóla á Siglufirði þar sem ég er fædd og uppalin. Útskrifaðist svo úr FNV árið 2011 af Málabraut. Byrjaði svo í kennaranámi við Háskóla Íslands árið 2021 (Já, að tók mig 10 ár til þess að ákveða hvað ég vildi verða þegar ég væri stór) þar sem ég nældi mér í B.ed gráðu og er núna í meistaranámi til þess að næla mér í MT gráðu.
Hvert er starf þitt í FNV? Ég er Leiklistakennari og almennur gleðigjafi.
Áhugamál? Kvikmyndir, Tónlist og að taka eftirmiðdagslúr.
Hvernig er dæmigerður dagur á skólatíma? Vakna, kem krökkum í skóla og leikskóla. Svo tek ég mig til, borða og kem mér í FNV þar sem ég fer að læra (lesist: tala við kollega). Svo kenni ég 2 hópum í leiklist, yfirleitt eftir hádegi. Ég hef einnig einhvernvegin náð að troða mér inn sem aðstoðarkona Ágúst Inga í því að þjálfa Gettu Betur lið skólans, pro bono að sjálfsögðu. Allt saman útpælt, þar sem hann fer bráðum að deyja úr elli blessaður. Ég er búin að heilaþvo hann til þess að leyfa mér að vera arftaki sinn.
Hvernig er dæmigerður dagur í sumarfríi? Það er góð spurning, ég hef bara unnið í FNV síðan í Ágúst s.l. svo ég hef aldrei upplifað sumarfrí. Vonandi verður það bara mjög notarlegt ef að veðrið hagar sér vel.
Uppáhalds matur: Pizza. Alls konar pizza.
Uppáhalds kvikmynd: Legally Blonde. Bannað að dæma
Uppáhalds þættir: Sko, raunveruleikaþættir eða leiknir þættir? Það er tvennt ólíkt. Leiknir: Brooklyn99, raunveruleika: RuPaul‘s Drag Race.
Uppáhalds söngleikur: The Book of Mormon. Mæli með!
Heilræði til framhaldsskólanema? Endilega takið sem mest þátt í því félagslífi sem skólinn hefur upp á að bjóða, það er allt í lagi að það taki lengur en 3 ár að klára framhaldsskólann, það má sko alveg vera gaman líka!