Sirrý
Sirrý

Nafn: Sigríður Svavarsdóttir

Búseta og fjölskylda: 
Ég bý á Sauðárkróki. Ég er í sambúð með Kristjáni Bjarna Halldórssyni. Ég á 3 dætur, 3 tengdasyni,1 fósturson og tengdadóttur,  9 barnabörn og 10. á leiðinni.

Skólaganga:
Ég er með verslunarpróf frá Samvinnuskólanum á Bifröst,  kennsluréttindi frá HA og PMD stjórnendanám frá HR

Starf í FNV?: 
Umsjón með fjarnámi.

Áhugamál?:
Áhugamál utan vinnunnar sem mér finnst skemmtileg eru: Samvera með fjölskyldu, líkamsrækt, golf, fjallgöngur, ferðalög, matargerð, ég er félagi í Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar og kvennakórnum Sóldísum.

Hvernig er dæmigerður dagur á skólatíma?
Vinna frá 8-12. Rækt, út að ganga með hundinn Glóa. Ýmsir snúningar og heimilisstörf,  heiti potturinn.  Vakta tölvupóstinn minn alla daga.

Hvernig er dæmigerður dagur í sumarfríi?
Byrja með kaffibolla á pallinum ef veður leyfir, ganga með hundinn, sólbað og grill, golf, útivera, samvera með fjölskyldu.

Uppáhalds (tónlist, matur, …)?
Uppáhalds matur, tja  mér finnst allur matur svo agalega góður að ég borða alltaf of mikið.

Heilræði til framhaldsskólanema?
Vinna jafnt og þétt yfir alla önnina og ekki fresta því að byrja á verkefnum, „hálfnað verk þá hafið er“. Takið virkan þátt í félagslífinu, þar eignast maður fleiri vini og býr til góðar minningar frá framhaldsskólaárunum.