Nafn: Sunna

Búseta og fjölskylduhagir:
Gift honum Davíð og við eigum eina dóttur

Skólaganga:
2,5 háskólagráður, í verkfræði, tölvunarfræði og menntunarfræði. 
Þar á undan útskrifaðist ég af náttúrufræðibraut FNV.

Hvert er starf þitt í FNV?
Stærðfræðikennari

Áhugamál?
Stærðfræði og ekkert annað

Hvernig er dæmigerður dagur á skólatíma?
Ég fer í göngutúr með hundinn og svo í vinnuna, kem heim, elda mat og skutla krakkanum hingað og þangað. 

Hvernig er dæmigerður dagur í sumarfríi?
Hann er alveg eins og á skólatíma nema að ég fer ekki í vinnuna. 

Uppáhalds formúla?

sin^2(x)+cos^2(x)=1 

Heilræði til framhaldsskólanema?
Ekki trúa öllu sem þið sjáið á tiktok.