Nemendur í Erasmus+ ferð til Þýskalands
Nemendur í Erasmus+ ferð til Þýskalands

Áfram heldur ævintýrið okkar í Erasmus+ hópnum í verknáminu, að þessu sinni var förinni heitið til Steinfurt í Þýskalandi. Eins og í fyrri ferðum vorum við í verkefni með öðrum skólum frá Belgíu, Noregi, Tékklandi, Ungverjalandi og Þýskalandi.

Dagana 12.-16. Mars fengum við að kynnast því að spila blindrarfótbolta, fara á safn fyrir sjón- og heyrnarskerta, spila sitjandi blak, hjólastóla þrautabraut og að lokum hjólastóla handbolta ásamt því að hlusta á erindi um málefni tengd fötlun og vinna að verkefni sem tengist upplifun nemenda á þessum ólíku en áhugaverðu lífsreynslum.

Nemendur og kennarar tóku virkan þátt í dagskránni og var það mikil áskorun á setja á sig blindrar gleraugu og treysta fullkomlega á samherjann um að leiðbeina hvert eigi að fara og koma í veg fyrir að villast af leið. En álíka magnað að sjá krakkana sem æfa þessa íþrótt og keppa í henni á alþjóðavísu spila, að sjá hve auðvelt þau átti með að hlusta og rata um völlinn var alveg einstakt. En sennilegast vakti mesta lukku að spreyta sig á sitjandi blaki og á hjólastólnum í gegnum þrautabrautina og svo að spila handbolta í stólunum. Gekk það mjög vel þvert á öll löndin og krakkarnir okkar stóðu sig vel.

Þeir sem fóru að þessu sinni voru: Signý Sif Sævarsdóttir, Sigurbjörn Björnsson, Karítas Sigurbjörg Björnsdóttir, Anton Þorri Axelsson, David Glisovic, Sighvatur Pálmason og Hjálmar Jón Heide Sigfússon.

Kennarar í Erasmus+ ferð