Þriðjudaginn 5.nóvember ætlum við að gera okkur glaðan dag. Kennsla verður lögð niður frá kl. 13:10 til 14:25.
Erla Björnsdóttir kemur til okkar og verður með fyrirlestur fyrir alla nemendur skólans um svefn og svefnvenjur. Fyrirlesturinn hennar byrjar kl. 13:15. Fyrirlesturinn verður í um 50-60 mínútur. Eftir það ætlum við að eiga notalega stund saman. Boðið verður upp á vöfflukaffi og niðurskorna ávexti fyrir bæði nemendur og starfsfólk.
Mögulega verður sýnt leikbrot úr sýningunni Mamma Mia sem leiklistarhópurinn er að undirbúa.