Glæsilegur árangur í forkeppni Landskeppni framhaldsskólanna í líffræði

Mikael Snær Gíslason
Mikael Snær Gíslason

Alls tóku 180 nemendur þátt í keppninni og fimmtán stigahæstu keppendurnir komast áfram í úrslitakeppni. Fulltrúi FNV í keppninni var Mikael Snær Gíslason. Hann hafnaði í 4.-5. sæti og kemst þar með áfram í úrslitakeppnina.

Þeim fjórum nemendum sem ná þar bestum árangri verður boðið að taka þátt í Ólympíukeppni sem fram fer í Englandi. Skólinn óskar Mikael Snæ til hamingju með árangurinn og óskar honum góðs gengis í úrslitakeppninni.