Guðbjörg Ósk Valgarðsdóttir
Guðbjörg Ósk Valgarðsdóttir
Búseta og fjölskylduhagir: Bý á Króknum með 14 ára syni mínum.
Skólaganga: Barnaskólaganga var í Steinsstaðaskóla fyrir utan 10. bekk sem þá var í Varmahlíðarskóla og var á heimavist þar þann veturinn. Útskifast sem þroskaþjálfi frá HÍ og bætti við mig kennaramenntun og er í dag sérkennari.
Hvert er starf þitt í FNV? Sérkennari í FNV
Áhugamál? Eiga góðar stundir með fjölskyldu og góðum vinum, ýmislegt sem tengist sveitastörfum og ýmis handavinna og hlusta á eða lesa góða bók.
Hvernig er dæmigerður dagur á skólatíma? Byrja oftast daginn á kaffibolla og þegar ég mæti í kennslustund að taka stöðuna á mætingu og hópnum almennt. Stundum þarf að gera breytingar með örstuttum fyrirvara eftir því hvernig hópurinn er stemmdur. Vinnum oftast góðar vinnulotur og leyfum okkur svo smá spjall eða spil inn á milli.
Hvernig er dæmigerður dagur í sumarfríi? Að stússast eitthvað heima eins og t.d. í garðinum eða bara vera í rólegheitum með kaffibolla og eitthvað í höndunum. Ef ég er á ferðalagi er það oftast með vinum og tökum við þá ákveðin svæði á landinu og keyrum um og skoðum það sem fyrir augu ber. Nýjasta áhugamálið er að skoða kirkjur á mismunandi stöðum og safna þeim 😊 Byrjaði á því síðasta sumar.
Uppáhalds (tónlist, matur, …)? Íslensk tónlist, gamla góða oftast best eins og t.d. Villi Vill. Bubbi kemur sterkur inn og Ljótu hálfvitarnir og Hvanndalsbræður koma mér alltaf í stuð. Matur: Ekkert sem toppar lambahrygg með góðir skorpu og hefðbundnu meðlæti.
Heilræði til framhaldsskólanema? Njótið framhaldsskólaáranna, bæði með að sinna náminu vel og líka að eiga skemmtilegan tíma með vinum og prófa nýja hluti.