Á haustönn 2024 býður FNV upp á fjögurra helga, 10 eininga lotunám í gerð myndabanda sem nýtast í námi og kennslu. Þetta er þriðja árið sem þessi námsleið stendur til boða.
Helgarnám í kvikmyndagerð er tilvalið fyrir kennara sem vilja nýta myndbönd í skólastarfi og framhaldsskólanemendur sem kjósa að nýta kvikmyndagerð sem valáfanga til að dýpka þekkingu sína á myndrænni framsetningu og tjáningu. Námsefnið er að uppistöðu úr tveimur 5 eininga áföngum sem kenndir eru í dagnámi í FNV, Inngangi að kvikmyndagerð (1KVMG05) og Stafrænni miðlun og markhópum (UPPT2SM05).
Kennt er í FNV laugardag og sunnudag, fjórar helgar á önn og boðið upp á gistingu á heimavist fyrir þátttakendur á meðan pláss leyfir. Fyrsta lota verður september 2024. Skráningargjald er kr. 15.000 á önn.
Kynning á náminu
Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu FNV og hjá Árna Gunnarssyni kvikmyndagerðarmanni og kennara í síma 892-7707 og arnig@fnv.is.
Skráning í helgarnám Innritun í dagskóla