Mín framtíð og Íslandsmót Iðn- og verkgreina

Kynningarbás FNV í Laugardalshöll
Kynningarbás FNV í Laugardalshöll

Dagana 13.–15. mars 2025 fer fram stóra framhaldsskólakynningin Mín framtíð í Laugardalshöllinni. Gert er ráð fyrir að á bilinu 9.000 til 10.000 grunnskólanemendur mæti á viðburðinn en öllum nemendum 9. og 10. bekkjar er boðið.  
Á sama tíma heldur Verkiðn Íslandsmót iðn- og verkgreina, þar sem keppendur reyna á hæfni sína í krefjandi verkefnum. Fyrir hönd FNV keppir Janus Æsir Broddason í húsasmíði og þeir Sindri Þór Guðmundsson og Trausti Ingólfsson keppa í málmsuðu. Myndir frá kynningunni og keppninni eru á Instagram skólans: fnv_fjolbraut

Þessi spennandi viðburður og framhaldsskólakynningin Mín framtíð er haldinn í samvinnu við Mennta- og barnamálaráðuneytið, sveitarfélög og fagfélög iðn- og starfsgreina. Þetta er einstakt tækifæri til að skoða námsleiðir framhaldsskólana, kynnast iðngreinum, spjalla við nemendur skólanna og jafnvel prófa handtökin sjálf.

Á fjölskyldudegi, lokadegi mótsins, verður skemmtileg dagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna. Þar er lögð áhersla á að kynna mikilvægi þess að hver og einn eigi kost á því að velja sér nám við hæfi. Sérstök áhersla á Mín framtíð 2025 er á mikilvægi iðn- og verkgreina og svokallaðra Steam-greina; vísindi, tækni, verkfræði, listsköpun og stærðfræði.  #mínframtíð