Próf
Próf hefjast samkvæmt próftöflu fimmtudaginn 6. des.
Próftaflan er hér.
Reglur um próf og próftöku
Almennar prófreglur
1. Nemendur skulu mæta tímanlega til prófs. Á göngum Bóknámshúss er tilkynnt hvar próf fara fram.
2. Próftími er 90 mínútur.
3. Nemendur mega ekki yfirgefa prófstofu fyrr en 45 mínútur eru liðnar af próftímanum.
4. Geti nemandi ekki mætt til prófs vegna veikinda, skal hann tilkynna það áður en próf hefst (í síma 455-8000) og skila læknisvottorði eins fljótt og mögulegt er.
5. Nemendum er óheimilt að hafa töskur með sér í próf, sama gildir um síma, lófatölvur og önnur slík tæki, líka þó slökkt sé á þeim. Yfirsetumenn munu skoða í pennaveski og fletta leyfilegum hjálpargögnum.
6. Verði nemandi uppvís að því að hafa rangt við í prófi eða verkefni sem gildir til lokaeinkunnar, varðar það ógildingu prófs eða verkefnis.