Nemendur á málm- og vélstjórnarbraut smíðuðu þrjú borð fyrir HAAS-rými skólans en það rými tilheyrir málmiðnadeild skólans og hýsir tvo tölvustýrða rennibekki og einn fræsara frá HAAS framleiðandanum. Um er að ræða tvö borð fyrir rennibekkina og eitt fyrir fræsarann. Borðin eru hönnuð og smíðuð af nemendum. Hjól voru sett á borðin til þæginda. Á eitt borðið var sett skrúfstykki. Borðin eru máluð eftir RAL-númerakerfi HAAS til þess að halda okkur innan þess samkomulags sem FNV gerði um HTEC. Borðin eru hugsuð sem fráleggsborð fyrir smíðahluti og verkfæri þegar unnið er við vélarnar.