Svava Ingimarsdóttir
Svava Ingimarsdóttir

Nafn: Svava Ingimarsdóttir

Búseta og fjölskylduhagir:
Bý á Sauðárkróki ásamt eiginmanni og hundi. Börnin eru löngu flutt að heiman (sem betur fer).

Skólaganga:
Laugarnesskóli, FB, Háskóli Íslands, BS í sameindalíffræði, MS í þróunar- og stofnerfðafræði og kennslufræði.

Hvert er starf þitt í FNV?
Kennari og verkefnisstjóri jafnlaunavottunar

Áhugamál?
Mér finnst mjög gaman að ferðast, elda mat, stunda útiveru, prjóna og svo er hefð að púsla á jólunum.

Hvernig er dæmigerður dagur á skólatíma?
Vakna eldhress og fer í vinnuna þar sem nemendur þreytast ekki á því að koma mér á óvart. Svo þarf auðvitað að elda mat og labba með hundinn.

Hvernig er dæmigerður dagur í sumarfríi?
Ferðast innanlands sem utan en þess á milli er smíðað á pallinum eða legið í leti.

Uppáhalds (tónlist, matur, …) Ég hlusta á alla tónlist en langbesti maturinn kemur úr hafinu og þar eru humar, þorskur og steinbítur í uppáhaldi.

Heilræði til framhaldsskólanema? Tileinkið ykkur gagnrýna hugsun - og munið að gervigreindin gerir mann EKKI greindari!