Val fyrir haust 2017
Val fyrir haustönn fer fram miðvikudaginn 22. mars. Mikilvægt er að nemendur vandi valið. Í valinu þurfið þið að bera saman brautina ykkar og áfanga í boði. Brautalýsingar eru á heimasíðu skólans og sömuleiðis áfangar í boði . Leiðbeiningar um valið eru hér: Val - leiðbeiningar. Þar er einnig kynning á nýjum valáföngum.
Heiti áfanga
Skoðum dæmi um áfangaheiti: STÆR2TÖ05. Fyrstu fjórir stafirnir eru heiti námsgreinar, STÆR = stærðfræði. Næsti stafur sýnir þrep áfangans, 2 þýðir að áfanginn er á 2. þrepi. Næstu tveir stafir eiga að segja eitthvað um innihald áfangans, TÖ = tölfræði. Síðustu tveir gefa upp feiningafjölda: 05 eru 5 feiningar.
Feiningar
Nýju einingarnar kallast framhaldsskólaeiningar eða feiningar, til aðgreiningar frá gömlu einingunum. Til einföldunar má segja að 5 fein (nýjar) jafngildi 3 ein (gömlum). Ef áfangi er 1 fein þá þýðir það samtals 3 daga vinnu nemanda, 6 – 8 klst á dag.
Þrepaskipting
Áfangar raðast á þrep á brautum í nýrri námskrá. Gerðar eru kröfur um hlutföll áfanga á þrepum. Lesið brautarlýusingu brautar ykkar vel. Þar kemur fram hvernig þið þurfið að haga frjálsu vali til að þrepaskipting sé í lagi.
Frjálst val
Nemendur geta valið áfanga af öðrum brautum og notað sem frjálst val. Kannið vel hvað er í boði.