Val fyrir haustönn 2020 hófst 11. mars og átti upphaflega að standa til 18. mars en hefur verið framlengt til 27. mars.

Listi yfir áfanga í boði er hér og lýsingu á nýjum valáföngum má sjá hér.

Leiðbeiningar: Opnið Innu og finnið val fyrir haustönn 2020. 

  1. Veljið áfanga úr listanum með því að smella á hann.
  2. Veljið hvort áfanginn er Aðalval eða Varaval með því að draga hann til.
  3. Til að eyða áfanga skal smella á x.
  4. Til að fá nánari upplýsingar er farið með músarbendilinn yfir áfangann.
  5. Smellið á Vista val þegar búið er að velja alla áfangana.
  6. Ath. að fjöldi áfanga í varavali á að vera minnst 1 og mest 3.

Þeir nemendur sem þurfa aðstoð við valið eru beðnir um að senda tölvupóst á eitthvert eftirfarandi netfanga:

kristjan@fnv.is

keli@fnv.is

margret@fnv.is