Skólaslit FNV 2024

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 45. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki föstudaginn 24. maí 2024 að viðstöddu fjölmenni.
Lesa meira

Brautskráning og skólaslit

Brautskráning og skólaslit Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra verða föstudaginn 24. maí kl. 13:00 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.
Lesa meira

Helgarnám í kvikmyndagerð og starfrænni miðlun

Á haustönn 2024 býður FNV upp á fjögurra helga, 10 eininga lotunám í gerð myndabanda sem nýtast í námi og kennslu. Þetta er þriðja árið sem þessi námsleið stendur til boða.
Lesa meira

Lillý sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna 2024

Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna 2024 sem fram fór í Iðu á Selfossi þann 6. apríl. Lillý söng lagið Aldrei úr kvikmyndinni The Greatest Showman. Ingi Sigþór Gunnarsson samdi íslenskan texta við lagið sem á frummálinu heitir Never Enough. Þetta er í fjórða skiptið sem fulltrúi FNV sigrar í keppninni.
Lesa meira

Samningur um byggingu nýs verknámshúss undirritaður

Föstudaginn 5. apríl var undirritaður samningur um byggingu nýs verknámshúss við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Undirritunin fór fram í verknámshúsi Fjölbrautaskólans að viðstöddu margmenni þ.á.m. nemendum, starfsfólki skólans og fulltrúum úr atvinnulífinu. Samningurinn gerir ráð fyrir stækkun verknámshúss um allt að 1.400 fermetra. Fyrirhuguð stækkun verknámshússins er langþráð í ljósi mikillar fjölgunar iðn- og starfsnámsnemenda við skólann.
Lesa meira

Lillý keppir fyrir FNV í söngkeppni framhaldsskólanna

Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram í Iðu á Selfossi laugardaginn 6. apríl og verður Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir fulltrúi FNV í keppninni. Keppnin verður sýnd beint á RÚV og hefst útsendingin klukkan 19:45.
Lesa meira

Valáfangar haust 2024

Meðal valáfanga í boði á haustönn 2024 eru ENSK3HP05 (Enska, Harry Potter, J. K. Rowling and London Baby!), FABL2FA03 (Fablab), FÉLV3MR05 (Mannréttindi – saga og samfélag), ÍSLE3YN05 (Íslenska, yndislestur), LEIK2AA05 (Grunnáfangi í leiklist), LÖGF2LÖ05 (Inngangur að lögfræði), STÆR4LF05 (Línuleg algebra) og UPPT2SM05 (Stafræn miðlun og markhópar). Nemendur geta valið áfanga af öðrum brautum til að setja í frjálst val. Val í dagskóla og helgarnámi fyrir haustönn 2024 fer fram dagana 6. til 13. mars í INNU.
Lesa meira

NFNV sýnir Með allt á hreinu

Sýningar eru að hefjast söngleiknum Með allt á hreinu í leikstjórn Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur og Eysteins Ívars Guðbrandssonar. Hægt er að panta miða í síma 774-1742 alla daga klukkan 16:00 - 18:00 og í gegnum Facebook síðu Nemó FNV.
Lesa meira

Elísa Gyrðisdóttir gestafyrirlesari í helgarnámi í kvikmyndagerð

Nemendur í helgarnámi í kvikmyndagerð í FNV fengu góðan gest til sín í janúarlotunni, sem var Elísa Gyrðisdóttir (Elíassonar, skálds ogfyrrverandi nemanda í FNV), leikkona og framleiðandi.
Lesa meira

FNV úr leik eftir hörku viðureign gegn MA

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Menntaskólinn á Akureyri mættust í gærkvöldi í fyrstu umferð Gettu betur í Kvosinni, samkomusal Menntaskólans á Akureyri. Eftir hörku viðureign stóð MA uppi sem sigurvegari 18-15.
Lesa meira