Nemendur kynntu lokaverkefni í íslensku

Mánudaginn 11. desember kynntu nemendur í lokaáfanga stúdentsprófs í íslensku, ÍSLE3BS05, lokaverkefni sitt í áfanganum.
Lesa meira

Gettu betur lið FNV

Eftir úrtökupróf fyrir Gettu betur í lok ágúst var myndaður sex manna æfingahópur sem hefur æft tvisvar viku síðan í byrjun september. Sú breyting hefur orðið á fyrirkomulagi Gettu betur innan skólans að nemendur æfa nú á skólatíma, nýtast slíkar æfingar mun betur en æfingar á kvöldin og um helgar. Þennan hóp skipa þau Auður Ásta Þorsteinsdóttir, Matthias Sigurðsson, Daníel Smári Sveinsson, Alexander Victor Jóhannesson, Steinunn Daníella Jóhannesdóttir og Atli Steinn Stefánsson. Sú hefð hefur skapast í skólanum að nemendur æfingahópsins kjósa þá þrjá einstaklinga sem keppa fyrir hönd skólans í sjálfri Gettu betur keppninni sem hefst 8. janúar n.k. Þeirri kosningu er nú lokið og munu þau Alexander Victor, Steinunn Daníella og Atli Steinn keppa fyrir hönd skólans. Æfingar halda svo áfram að fullum krafti fram að keppninni sjálfri.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Í tilefni dags ísenskrar tungu bauð kennarafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra KFNV starfsmönnum skólans upp á heimatilbúin menningaratriði og kaffiveitingar frá Bakaríi Sauðárkróks á kaffistofu bóknámshúss.
Lesa meira

Kvennafrídagur 24. október

Frá árinu 1975 hafa konur lagt niður störf sín sex sinnum til að mótmæla kynbundnu misrétti. Þriðjudaginn 24. október munu konur og kvár leggja niður störf í sjöunda skipti. Við hvetjum konur og kvár úr hópi starfsfólks og nemenda til að leggja niður störf í skólanum á kvennafrídaginn.
Lesa meira

Erasmus+ heimsókn: ICT3

Dagana 1.-4. október 2023 tókum við á móti gestum frá þremur skólum frá Póllandi, Spáni og Tékklandi. Heimsóknin var hluti af Erasmus+ verkefninu "International ICT Competitions III for Increasing the Quality of Secondary Education". Frá hverjum skóla komu fjórir nemendur og tveir kennarar.
Lesa meira

Valáfangar vor 2024

Meðal valáfanga í boði á vorönn 2024 eru ENSK3DY05 (Enska, yndislestur), FABL2FA02 (Fablab grunnur),SÁLF3VH05 (Við og hinir) og SPÆN2DD05 (Spænska 4) Nemendur geta valið áfanga af öðrum brautum til að setja í frjálst val. Val í dagskóla og helgarnámi fyrir vorönn 2024 fer fram dagana 11. til 18. október í INNU.
Lesa meira

Upphaf haustannar 2023

21. ágúst kl. 17:00: Heimavist opnar fyrir nýnema (fæddir 2007 eða síðar). 21. ágúst kl. 19:00: Fundur með foreldrum nýnema. 22. - 23. ágúst: Nýnemadagar. 22. ágúst: Opnað fyrir stundatöflur og óskir um töflubreytingar í INNU. 23. ágúst kl. 8:00: Skólasetning. 23. ágúst kl. 8:45: Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira

Skólaslit FNV 2023

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 44. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki föstudaginn 26. maí 2023 að viðstöddu fjölmenni.
Lesa meira

Brautskráning og skólaslit

Brautskráning og skólaslit Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra verða föstudaginn 26. maí kl. 13:00 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.
Lesa meira

Verðlaun fyrir Áhugaverðustu nýsköpunina

Á vorönn 2023 fór FNV af stað með áfanga sem kenndur er á landsvísu í samstarfi við Unga frumkvöðla.
Lesa meira