25.03.2025
Ný skólanefnd hefur verið skipuð til fjögurra ára fyrir FNV. Skipunin gildir frá 24. mars 2025.
Lesa meira
24.03.2025
Dagana 31. mars– 1. apríl verður önnur varða vorannar í dagskóla. Gera má ráð fyrir að kennarar boði nemendur í viðtal/verkefni annan hvorn daginn. Nemendur munu fá vörðueinkunn í einstökum áföngum.
Lesa meira
20.03.2025
Áfram heldur ævintýrið okkar í Erasmus+ hópnum í verknáminu, að þessu sinni var förinni heitið til Steinfurt í Þýskalandi. Eins og í fyrri ferðum vorum við í verkefni með öðrum skólum frá Belgíu, Noregi, Tékklandi, Ungverjalandi og Þýskalandi.
Lesa meira
18.03.2025
Nemendur FNV stóðu sig vel á Íslandsmóti Iðn- og verkgreina 2025. Janus Æsir Broddason keppti í húsasmíði og varð í öðru sæti.
Lesa meira
14.03.2025
Dagana 13.–15. mars 2025 fer fram stóra framhaldsskólakynningin Mín framtíð í Laugardalshöllinni. Gert er ráð fyrir að á bilinu 9.000 til 10.000 grunnskólanemendur mæti á viðburðinn en öllum nemendum 9. og 10. bekkjar er boðið.
Á sama tíma heldur Verkiðn Íslandsmót iðn- og verkgreina, þar sem keppendur reyna á hæfni sína í krefjandi verkefnum. Fyrir hönd FNV keppir Janus Æsir Broddason í húsasmíði og þeir Sindri Þór Guðmundsson og Trausti Ingólfsson keppa í málmsuðu. Myndir frá kynningunni og keppninni eru á Instagram skólans: fnv_fjolbraut.
Lesa meira
10.03.2025
Opnir dagar verða 19. - 21. mars. Í opnu dögunum verður stundataflan óvirk og hefðbundin kennsla víkur fyrir ýmsum viðburðum og uppákomum s.s. kynningum, námskeiðum, fyrirlestrum og ýmsu öðru sem NFNV skipuleggur. Stjórnendur námskeiða koma víða að, en oft bregða kennarar FNV sér í önnur hlutverk en dags daglega. Opnu dögum lýkur með hápunktinum, árshátíð NFNV.
Lesa meira
04.03.2025
Erasmus hópur frá FNV var á ferð í Belgíu í verkefni sem snýst um að auka lífsgæði og þátttöku sem flestra í samfélaginu. Þáttur FNV felst meðal annars í því að hanna, teikna og framleiða festingar á hjólastól.
Lesa meira
27.02.2025
FNV fær styrk í Erasmus úthlutun.
Lesa meira
20.02.2025
Skólafundur var haldinn 19. febrúar
Lesa meira