14.02.2018
Föstudagskvöldið 9. febrúar sl. var söngkeppni Nemendafélags FNV haldin á sal skólans og var mæting ágæt – þétt setinn salurinn.
Stofnuð var sérstök hljómsveit, „skólahljómsveit“, til að annast undirleik á kvöldinu, en hana skipuðu: Jóhann Daði Gíslason, Magnús Björn Jóhannsson, Sæþór Már Hinriksson og Silja Rún Friðriksdóttir. Stóð sveitin sig vel og lék við hvern sinn fingur.
Alls var boðið upp á níu söngatriði að þessu sinni og voru þau hvert öðru betra, það var því ljóst þegar kom að því að útnefna sigurvegara kvöldsins að dómnefndinni var töluverður vandi á höndum.
Lesa meira
15.02.2018
-
15.02.2018
Frí verður hjá nemendum fimmtudag 15/2 og föstudag 16/2 vegna námsmatsdaga kennara.
Lesa meira
12.01.2018
Kynningarfundur verður haldinn mánudaginn 15. janúar kl. 13:15 í stofu 102 (fyrirlestrarsal).
Lesa meira
04.01.2018
-
10.01.2018
Aðstoð við töflubreytingar verður dagana 8. - 9. janúar kl 9-12 og 13-17.
Í Innu verður hægt að setja fram óskir um töflubreytingar dagana 6. - 9. janúar. Leiðbeiningar eru á heimasíðu skólans.
Lesa meira
28.12.2017
Kennsla á vorönn hefst 8. janúar. Töflubreytingar verða 8. og 9. janúar.
Lesa meira
19.12.2017
-
20.12.2017
Prófsýning verður kl. 9- 10 miðvikudaginn 20. desember.
Einkunnir verða sýnilegar í Innu kvöldið áður.
Lesa meira
04.12.2017
-
08.01.2018
Próf haustannar fara fram samkvæmt próftöflu dagana 7. – 15. des. Próftaflan er á heimasíðu skólans. Sjúkrapróf verða haldin 18. og 19. des.
Próf í dagskóla eru haldin í bóknámshúsi og í dreifnámsstofum. Próf í fjarnámi eru haldin víða um landið. Upplýsingar um prófstofur í bóknámshúsi eru hengdar upp að morgni prófdags en flest prófin eru á sal skóla (301 – 303), sérstofur eru 305 og 306. Starfsbraut er í stofum 307 og 308.
Opnað verður fyrir einkunnir að morgni miðvikudagsins 20. desember og prófsýning verður kl. 9 – 10.
Jólafrí hefst 21. desember. Kennsla á vorönn 2018 hefst mánudaginn 8. janúar.
Lesa meira
04.12.2017
-
18.12.2017
Almennar prófreglur
1.Nemendur skulu mæta tímanlega til prófs. Á göngum Bóknámshúss er tilkynnt á töflum hvar próf fara fram.
2.Próftími er 90 mínútur.
3.Nemendur mega ekki yfirgefa prófstofu fyrr en 45 mínútur eru liðnar af próftímanum.
4.Geti nemandi ekki mætt til prófs vegna veikinda, skal hann tilkynna það áður en próf hefst og skila læknisvottorði eins fljótt og mögulegt er.
5.Nemendum er óheimilt að hafa töskur með sér í próf, sama gildir um síma, lófatölvur og önnur slík tæki, líka þó slökkt sé á þeim. Yfirsetumenn munu skoða í pennaveski og fletta leyfilegum hjálpargögnum.
6. Verði nemandi uppvís að því að hafa rangt við í prófi eða verkefni sem gildir til lokaeinkunnar, varðar það ógildingu prófs eða verkefnis.
Lesa meira
08.11.2017
Verðlaunagripurinn að þessu sinni er gerður úr stáli og plexigleri og er samvinnuverkefni Björns Jóhannesar Sighvatz og Karítasar Sigurbjargar Björnsdóttur. Gerður við Fjölbautaskóla Norðurlands vestra og Fab Lab Sauðárkróks.
Lesa meira
08.11.2017
Nemendur á málm- og vélstjórnarbraut smíðuðu þrjú borð fyrir HAAS-rými skólans en það rými tilheyrir málmiðnadeild skólans og hýsir tvo tölvustýrða rennibekki og einn fræsara frá HAAS framleiðandanum.
Lesa meira