Valáfangi um ferðamál

Valáfangi á þriðja þrepi - laus pláss. Áfanginn er kenndur mán, mið og fös kl 8.
Lesa meira

Inna - aðgangur

Ertu ekki með Íslykil eða rafræn skilríki? Við viljum benda á að einfaldast er að fá Íslykil sendan í heimabanka eða sækja rafræn skilríki, hjá símafélagi eða í viðskiptabanka. Áríðandi er að hafa með sér vegabréf eða ökuskírteini ef sækja á rafræn skilríki. Athugið að ef skipt er um símafélag og/eða símakort þarf að virkja rafræn skilríki aftur. Inna er upplýsingakerfi skólans sem heldur utan um alla þætti náms hjá nemendum, m.a. vitnisburð, einkunnir, ástundun, mætingu og námsferil. Nota þarf Íslykil eða rafræn skilríki til að skrá sig inn á Innu. Mikilvægt er að nemendur gæti þess að netföng þeirra og símanúmer séu rétt skráð í Innu.
Lesa meira

Frá FNV til Stanford

FNV leggur áherslu á að nemendur séu vel undirbúnir undir verkefni í lífi og starfi að námi loknu. Því er alltaf gaman að heyra þegar nemendum frá skólanum vegnar vel. Nýverið fékk Ingvi Hrannar Ómarsson inngöngu í einn virtasta skóla Bandaríkjanna, Stanford. Einungis 4% nemenda sem sækja um nám komast að og því var forvitnilegt að heyra meira frá Ingva Hrannari.
Lesa meira

Skólasetning haust 2019

Skólasetning fer fram á sal Bóknámshúss kl. 09:00 mánudaginn 19. ágúst. Kynningarfundur fyrir nýnema verður haldinn á sal skólans kl. 09.30-10.30. Kennsla hefst þriðjudaginn 20. ágúst kl. 8:00 samkvæmt stundaskrá. Stundatöflur verða aðgengilegar í Innu sunnudaginn 18. ágúst.
Lesa meira

Brautskráning 24. maí

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 40. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 24. maí að viðstöddu fjölmenni. Í máli skólameistara, Þorkels V. Þorsteinssonar, kom m.a. fram að 2.677 nemendur hafa brautskráðst frá skólanum frá upphafi skólahalds haustið 1979. Skólameistari greindi m.a. frá því 27 húsasmiðir brautskrást í ár en það er stærsti einstaki hópur iðnmenntaðra sem brautskráðst hefur frá skólanum. Stærsti hluti þessara nemenda hefur verið í helgarnámi í húsasmíði en helgarnámið var sett á laggirnar vegna aukinnar eftirspurnar fullorðinna eftir iðnnámi en skólinn býður upp á fjölbreytt iðnnám ásamt hefðbundnum námsleiðum til stúdentsprófs. Skólameistari ræddi einnig um mikilvægi skólans í samfélaginu, með öflugum framhaldsskóla getur unga fólkið stundað nám í sinni heimabyggð eða sem næst henni en reynslan hefur sýnt að það eykur líkurnar á að unga fólkið festi hér rætur eða snúi heim aftur að loknu framhaldsnámi Íris Helma Ómarsdóttir, flutti vetrarannál skólans þar sem stiklað var á stóru í starfsemi hans. Þar kom m.a. fram að á haustönn voru 446 nemendur við skólann. Þar af 167 í hreinu fjarnámi. Nemendur á vorönn voru 488. Þá voru starfsmenn 57 á haustönn en 56 á vorönn. Að loknum vetrarannál fór fram brautskráning og afhending viðurkenninga, sem var í höndum skólameistara. Alls brautskráðust 100 nemendur af eftirtöldum námsbrautum sem hér segir, en alls voru gefin út 102 prófskírteini: Stúdentsprófsbrautir: 41 Húsasmíði- og húsgagnasmíði: 28 Meistaranám iðnbrauta:4 Hestabraut: 3 Kvikmyndabraut: 2 Rafvirkjun: 9 Sjúkraliðabraut: 4 Vélvirkjun og vélstjórn: 8 Meistaranám í húsasmíði: 4 Viðbótarnám til stúdentsprófs/Tæknistúdent: 3 Kristel Eir Eiríksdóttir flutti ávarp brautskráðra nemenda, Atli Gunnar Arnórsson flutti ávarp 20 ára brautskráningarnema og Eva Hjörtína Ólafsdóttir fluttir ávarp 30 ár brautskráningarnema. Að lokum flutti skólameistari brautskráðum nemendum heilræði fyrir lífið, óskaði þeim velfarnaðar og sagði skólanum slitið. Eftirtaldir nemendur fengu viðurkenningar: Björn Magnús Jónsson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur sérgreinum náttúrufræðibrautar á stúdentsprófi og viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í efnafræði á stúdentsprófi frá Efnafræðifélagi Íslands. Gunnar Ásgrímsson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í ensku á stúdentsprófi. Gunnar Gunnarsson hlaut og viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í sérgreinum í húsasmíði. Hulda Björg Jónsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í ensku á stúdentsprófi og viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í dönsku á stúdentsprófi. Ingunn Ingólfsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur sérgreinum hestabrautar á stúdentsprófi. Jón Gylfi Jónsson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur sérgreinum vélvirkjabrautar og viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur á Íslandsmóti iðn- og verkgreina. Karítas Aradóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í þýsku á stúdentsprófi og viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í stærðfræði á stúdentsprófi. Einnig hlaut hún viðurkenningu fyrir framúrskarandi alhliða námsárangur á stúdentsprófi hagfræðibrautar. Kristel Eir Eiríksdóttir hlaut viðurkenningu og þakkir fyrir framúrskarandi störf á vettvangi félagsmála nemenda, forystu fyrir Nemendafélag FNV og alla framgöngu á vettvangi skólans. Sigurður Hannes Sigurðsson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur i sérgreinum vélstjórnarbrautar B. Sólveig Birta Eiðsdóttir hlaut viðurkenningu frá Landlæknisembættinu fyrir framlag sitt til heilsueflandi skóla. Nemendur á sjúkraliðabraut fengu Nýja testamentið að gjöf frá Gídeonfélaginu:
Lesa meira

Prófsýning

Prófsýning verður haldin fimmtudaginn 23. maí kl. 09:00-10:00. Opnað verður fyrir einkunnir í INNU eftir hádegi miðvikudaginn 22. maí.
Lesa meira

Dimmisjón

Það er létt yfir nemendum við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í dag. Prófin að baki og tími til að lyfta sér upp. Væntanlegir útskriftarnemendur brugðu sér í búning í morgun. Gengu um bæinn og kvöddu kennarana sína.
Lesa meira

Brautskráning vorið 2019

Brautskráning og skólaslit verða föstudaginn 24. maí kl. 14:00 í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Allir velunnarar skólans velkomnir Skólameistari
Lesa meira

Menntun sem nýtist vel

Í FNV er metnaðarfull og fjölbreytt kennsla í iðngreinum. Iðnnám er góð undirstaða undir annað nám en opnar einnig dyr fyrir fjölbreyttum atvinnumöguleikum eitt og sér. Strákar hafa verið duglegir að sækja í verknámið en stelpur eru enn í miklum minnihluta. Thelma Rán Brynjarsdóttir er þó ein fárra stelpna sem ákvað að skella sér í iðnnám. Við ákváðum að forvitnast aðeins meira um hana. Thelma Rán Brynjarsdóttir er 22 ára. Hún ólst að mestum hluta upp í Reykjavík en kom í Skagafjörðinn í sveit sem barn. Pabbi hennar og stjúpmóðir fluttu til Skagafjarðar og því tók hún 10. bekk á Hofsósi og líkaði vel. Thelma Rán er að læra vélvirkjun og tekur einnig vélstjórnarréttindi B en það gefur m.a. réttindi til að gegna stöðu vélstjóra á skipum með vélarafl allt að 1500 kw en þó stefnir hún ekki á sjóinn. Þessi menntun gefur Thelmu fjölbreytta möguleika á atvinnu, t.d. er hægt að vinna á vélaverkstæði, slipp eða sinna almennri málmsmíði. Síðasta sumar vann hún í Blönduvirkjun og ætlar þangað aftur í sumar og þá tekur hún hluta tímans sem hún þarf að vera á samning til að uppfylla kröfur til sveinsprófs. Hún segir að það sé áhugaverð vinna og gott tækifæri að fá að spreyta sig þar. Þegar Thelma valdi nám að grunnskóla loknum fannst henni mikilvægt að velja nám sem væri hagnýtt ásamt því að ljúka stúdentsprófi. Verknám nýtist vel þeim sem ætla að búa í sveit en þangað stefnir hugurinn. Thelma sér fram á að málmsmíði og vélvirkjun sé þekking sem komi henni að góðum notum í sveitastörfum framtíðarinnar. Pabbi hennar og stjúpmóðir búa í Miðhúsum í Blönduhlíð þar sem hún hefur kynnst sveitastörfum en sjálf býr hún núna í Valagerði með kærasta sínum. Í Valagerði eru hross og hún nýtur þess að nýta frítímann í að ríða út. Aðspurð út í námið segir Thelma að það sé mjög fjölbreytt, bæði verklegir tímar og bóklegt. Í verklegum tímum hafi þau til að mynda lært að búa til grill, hamar og lóð. Einnig er plötuvinnan skemmtileg og að sjóða. Í bóklegu tímunum læra þau vélstjórn, vökvafræði og ýmislegt er varðar skipsvélar. Þau hafa aðgang að hermi þar sem þau koma upp vél og starta henni, sumt af þessu getur verið flókið en þetta er skemmtilegt nám og kennararnir fínir. Verklegu tímarnir eru þeir skemmtilegustu t.d. plötuvinna og málmsuða, það er gaman að vinna með höndunum og þannig lærir maður mest. Það hafa ekki verið margar stelpur í verknáminu með Thelmu en það kemur ekki að sök því nemendahópurinn er góður og hún er tekinn inn í hópinn bæði af samnemendum og kennurum. Thelma segir að stelpur þurfa bara að gefa verknáminu séns, maður veit ekki hvað maður vill fyrr en maður prófar. Hún tekur þó fram að maður mætir ekki skólann í hælaskóm og skyrtu.
Lesa meira

Fabricademy - Opið erindi um Textíl í Fab Lab

Anastasia Pistofidou frá Fab Lab Barcelona heldur erindi um Fabricademy og framtíð textíls og tækni. Erindið verður haldið þriðjudaginn 14. maí kl. 11:00-12:00 í fyrirlestrasal (kjallar) Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Allir áhugasamir eru velkomnir.
Lesa meira