Innritun í fjarnám

Innritun í fjarnám við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra stendur yfir. Boðið er upp á fjarnám í fjölmörgum bóklegum áföngum við skólann, sjá nánar á http://www.fnv.is/static/files/annarskipt/afangar_i_bodi_haust_2019_fjarnam.pdf. Sérstök athygli er vakin á því að nýr hópur fer af stað í sjúkraliðanámi með fjarnámssniði á haustönn. Nánari upplýsingar á fjarnam@fnv.is og í síma 455-8000.
Lesa meira

Helgarnám í bifvélavirkjun og rafvirkjun

Boðið verður upp á nám með vinnu frá og með haustönn 2019. Um er að ræða helgarnám í rafvirkjun og bifvélavirkjun. Nemandi skal vera orðin 23 ára að aldri. Kennslufyrirkomulag: Kennt er um helgar og hefst kennsla kl. 15.00 á föstudögum og lýkur kl. 22.00 með hálftíma matarhlé um kl. 19.00. Á laugardögum hefst kennsla kl. 08:00 og lýkur kl. 18.00. Á sunnudögum hefst kennsla kl. 08.00 og lýkur kl. 17.00. Báða dagana er klukkustundar hádegishlé um kl. 12.00. Námsfyrirkomulag: Kennt er samkvæmt aðalnámskrá og tekur námið fjórar annir. Bæði verklegar og fagbókarlegar greinar eru kenndar í staðlotum. Aðrar almennar greinar s.s. íslensku, tungumál og stærðfræði þurfa nemendur að taka í hefðbundnu dagskólanámi, fjarnámi eða hjá símenntunarmiðstöðvum. Í verklegum greinum er skilyrði að nemendur mæti 100%. Sömu námskröfur eru gerðar til allra nemenda skólans og allir nemendur fara í gegn um sama námsmat. Um er að ræða sex helgar á önn. Skráningargjald er kr. 50.000 á önn Sótt er um á skrifstofu skólans og í síma 455-8000. Umsóknarfrestur er til 24. maí. Nánari upplýsingar um nám í bifvélavirkjun veitir: Geir Eyjólfsson í síma 894 5832 og á netfanginu geir@fnv.is Nánari upplýsingar um nám í rafvirkjun veitir: Garðar Páll Jónsson í síma 894 6206 eða á netfanginu gardar@fnv.is
Lesa meira

Ný stjórn kosin í nemendafélagið

Eftir glæsilegan framboðsfund í gær var kosin ný stjórn í Nemendafélag FNV. Kosningaþátttaka var góð og gaman var að fylgjast með líflegri kosningabaráttu. Í nýrri stjórn eru: Formaður: Rebekka Ósk Varaformaður/ritari: Anna Sóley Skemmtanastjóri: Bergljót Ásta Gjaldkeri: Þórkatla Björt Ritstjóri: Sylvía Rut Tækniformaður: Víkingur Ævar Íþróttaformaður: Hákon Ingi Ný stjórn er spennt fyrir nýju hlutverki og nemendur mega búast við góðu félagslífi næsta skólaár.
Lesa meira

Úrslit í ljósmyndasamkeppni nemenda

Félagslíf nemenda við FNV hefur verið öflugt í vetur. Skólinn ákvað að efla til ljósmyndasamkeppni meðal nemenda til að fanga góðu augnablikin út frá sjónarhóli nemenda. Mynd Laufeyjar Hörpu Halldórsdóttur úr söngkeppninni FNV bar sigur úr býtum. Þar sjást tilþrif Ásbjörns Waage og stemmingin á sviðinu skilar sér vel á myndinni. Laufey Harpa tekur mikið af myndum og hefur haft það að áhugamáli síðan hún var lítil. Henni finnst mjög gaman að mynda landslagið og fallegan og litríkan himinn. Laufey er dugleg að mynda viðburði á vegum nemendafélagsins og hafa margar myndir eftir hana birst í Molduxa, skólablaði nemenda, í nýjasta tölublaði og eldri blöðum. Tengill og Origo gáfu vinningshafa rausnarlega gjöf en það var Canon 4000 D myndavél, en hún er notendavæn myndavél sem er tilvalin til að fanga og deila sögum með alvöru lit og fallegum smáatriðum.
Lesa meira

Kosning nýrrar stjórnar nemendafélagsins

Nú á fimmtudaginn 2. maí verður haldin aðalfundur Nemendafélags FNV og verður kosið til nýrrar stjórnar. Þrettán nemendur eru í framboði en embættin eru sjö Í framboði eru: Formaður: Rebekka Rögnvaldsdóttir Varaformaður: Anna Sóley Jónsdóttir Skemmtanastjóri: Birgitta Björt Pétursdóttir og Bergljót Ásta Pétursdóttir Gjaldkeri: Þórkatla Björt Sumarrós Þrastardóttir og Ingi Sigþór Gunnarsson Ritstjóri: Sylvía Rut Gunnarsdóttir Tækniformaður: Guðmundur Helgi Þorbergsson og Víkingur Ævar Vignisson Íþróttaformaður: Elín Marta Ólafsdóttir, Hákon Ingi Rafnsson og Eysteinn Ívar Guðbrandsson Áherslur hjá frambjóðendum eru svipaðar en það er að efla félagslífið hjá nemendum enda er gott félagslíf mikilvægur hluti skólagöngunnar.
Lesa meira

Brautskráning og skólaslit

Brautskráning og skólaslit FNV verða í íþróttahúsinu á Sauðárkróki föstudaginn 24. maí kl. 14:00.
Lesa meira

Mótun nýrrar menntastefnu Skagafjarðar

Nú stendur yfir vinna við mótun nýrrar menntastefnu Skagafjarðar. Menntastefnan er unnin í samstarfi leik-, grunn- og Tónlistarskóla Skagafjarðar, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og frístundar. Ákveðið hefur verið að bjóða til opinna íbúafunda um mótun menntastefnunnar til að fá viðhorf sem flestra inn í stefnumótunarvinnuna. Foreldrar nemenda á leik-, grunn- og framhaldsskólaaldri eru sérstaklega hvattir til þátttöku á fundunum. Fundirnir verða haldnir á þremur stöðum: • Mánudaginn 29. apríl kl. 17:00 -18:00 í Varmahlíðarskóla • Þriðjudaginn 30. apríl kl. 17:00 -18:00 í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra • Fimmtudaginn 2. maí kl. 17:00 - 18:00 í Grunnskólanum austan Vatna Helga Harðardóttir kennsluráðgjafi/verkefnastjóri og Ingvi Hrannar Ómarsson kennsluráðgjafi hjá Fræðsluþjónustu Skagafjarðar stýra fundunum. Kaffi og kleinur í boði. Allir velkomnir.
Lesa meira

Vorpróf

Próf hefjast 6. maí. Almennar prófreglur 1.Nemendur skulu mæta tímanlega til prófs. Á göngum Bóknámshúss er tilkynnt á töflum hvar próf fara fram. 2.Próftími er 90 mínútur. 3.Nemendur mega ekki yfirgefa prófstofu fyrr en 45 mínútur eru liðnar af próftímanum. 4.Geti nemandi ekki mætt til prófs vegna veikinda, skal hann tilkynna það áður en próf hefst og skila læknisvottorði eins fljótt og mögulegt er. 5.Nemendum er óheimilt að hafa töskur með sér í próf, sama gildir um síma, lófatölvur og önnur slík tæki, líka þó slökkt sé á þeim. Yfirsetumenn munu skoða í pennaveski og fletta leyfilegum hjálpargögnum. 6. Verði nemandi uppvís að því að hafa rangt við í prófi eða verkefni sem gildir til lokaeinkunnar, varðar það ógildingu prófs eða verkefnis.
Lesa meira

Eistlandsferð starfsbrautar

Dagana 8. til 12. apríl fóru 4 nemendur starfsbrautar ásamt 2 kennurum í skólaheimsókn til Eistlands. Ferðin var liður í Nordplus junior verkefni sem 3 lönd taka þátt í, Ísland, Eistland og Finnland. Verkefnið hófst á því að finnskir og eistneskir nemendur ásamt kennurum komu til Íslands í haust og í framhaldinu var heimsókn til Finnlands og nú að síðustu til Eistlands. Það hefur verið mjög spennandi og áhugavert að taka þátt í þessu verkefni.
Lesa meira

Innritun stendur yfir

FNV minnir á að innritun í framhaldsskóla stendur nú yfir. Lokainnritun fyrir nemendur sem eru að ljúka 10. bekk stendur yfir frá 6. maí - 7. júní. Innritun eldri nemenda er frá 7. apríl til 31. maí
Lesa meira