Val fyrir haustönn

Dagana 18. - 25. mars fer fram val fyrir haustönn 2019. Leiðbeiningar um val eru í handbók Innu. Deildarstjórar veita ráðgjöf vegna vals kl. 11:20 miðvikudaginn 20. mars 1. Veljið áfanga úr listanum með því að smella á hann. 2. Veljið hvort áfanginn er Aðalval eða Varaval með því að draga hann til. 3. Til að eyða áfanga skal smella á x. 4. Til að fá nánari upplýsingar er farið með músarbendilinn yfir áfangann. 5. Smellið á Vista val þegar búið er að velja alla áfangana. 6. Ath. að fjöldi áfanga í varavali á að vera minnst 1 og mest 3.
Lesa meira

Auglýsing um sveinspróf

Auglýsing um sveinspróf Sveinspróf í eftirtöldum iðngreinum verða haldin sem hér segir: Í matvælagreinum í maí. Umsóknarfrestur er til 1. apríl. Í byggingagreinum í maí/júní. Umsóknarfrestur er til 1. apríl. Í prentgreinum í maí/júní. Umsóknarfrestur er til 10. apríl. Í bíliðngreinum í maí/júní. Umsóknarfrestur er til 10. apríl. Í hönnunar- og handverksgreinum í maí/júní. Umsóknarfrestur er til 10. apríl. Í snyrtifræði í sept/okt. Umsóknarfrestur auglýstur síðar. Í vélvirkjun í sept/okt. Umsóknarfrestur auglýstur síðar. Í hársnyrtiiðn í sept/okt. Umsóknarfrestur auglýstur síðar. Í ljósmyndun í sept/okt. Umsóknarfrestur auglýstur síðar. Dagsetningar prófanna verða birtar á heimasíðu okkar um leið og þær liggja fyrir. Með umsókn skal leggja fram afrit af námssamningi, lífeyrissjóðsyfirlit og burtfararskírteini með einkunnum eða staðfestingu skóla á því að nemi muni útskrifast í maí 2019. Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður er mismunandi eftir iðngreinum. Umsóknareyðublöð - www.idan.is og á skrifstofunni. IÐAN - fræðslusetur, Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík, sími: 590 6400, bréfsími: 590 6401, netfang: idan@idan.is
Lesa meira

Bændaferð um Skagafjörðinn

Það hefur verið líf og fjör á Opnum dögum við FNV. Á fimmtudaginn var boðið upp á rútuferð um sveitir Skagafjarðar. Þátttaka var góð og hátt í 50 nemendur fór með. Ferðin hófst með viðkomu á Páfastöðum þar sem nemendur fengu að skoða nýtískulegt fjós. Eftir hádegismat í Varmahlíð var hrossaræktarbúið að Varmalæk heimsótt, en þar eru stundaðar tamningar, þjálfun auk hestasýninga fyrir ferðamenn. Næst var ferðinni heitið að Kúskerpi þar sáu nemendur stórt og glæsilegt fjós með sjálfvirku gjafakerfi fyrir kýrnar. Að lokum var farið heim að Minni Ökrum en þar er blandað bú með nautgripum og sauðfé. Sæþór og Hólmsteinn í nemendafélaginu sáu um fararstjórn en mikil ánægja var með ferðina bæði hjá þeim sem þekkja sveitir Skagafjarðar vel og hinna sem þekktu minna til sveitarstarfa.
Lesa meira

Íslandsmót iðnnema

Íslandsmót iðnnema stendur sem hæsta þessa dagana en FNV á 6 fulltrúa á mótinu.
Lesa meira

Opnir dagar

Opnir dagar verða 13. - 15. mars. Dagskráin er skipulögð af nemendafélaginu, NFNV. Dæmi um hópa: Bændaferð, hóptímaþjálfun, gítargrip, handavinnuhorn, library escape, LAN, kósýhorn, ljósmyndamaraþon, crossfit, skíði, háskólakynning, golfhermir, streetball, zumba, kraftlyftingar, förðun, skyndihjálp, Fablab og sýndarveruleiki.
Lesa meira

Kíkt í kennslustund í stærðfræði

Fréttamaður heimasíðunnar kíkti í kennslustund í stærðfræði þar sem Sunna Gylfadóttir var með hóp í STÆR2CC05 en sá áfangi er um hornaföll og vigra. Nemendur í hópnum unnu skemmtilegt verkefni um daginn þar sem þeir skiptu niður námsefni um vigra og kenndu svo hvort öðru. Kynningar þeirra voru mjög flottar og kennslan gekk vel. Vigrar eða vektorar eru gagnlegir til að lýsa hreyfingu eða kröftum og þeir eru einnig mikið notaðir í rafmagnsfræði. Flugmenn þurfa að kunna góð skil á vektorum til að geta lent vél í hliðarvindi. Nemendur eru annars vegar í kennslustofu í bóknámshúsi á Sauðárkróki og hins vegar í námsverum (dreifnámi) á Blönduósi, Hvammstanga eða Hólmavík. Kennslan fer fram í gegnum fjarfundarbúnað. Sunna notar einnig spjaldtölvur við dreifnámskennsluna en þannig næst betra samband við nemendur og hægt er að aðstoða þau meira. Sunna kennir fleiri áfanga í stærðfræði, bæði í dagskóla og í fjarnámi. Í fjarnáminu reynir hún að nota video mikið sem kennsluefni. Sunna hefur reynt nýjar leiðir til að breyta upplifun nemenda af prófum, t.d. með því að leyfa þeim að taka sömu prófin tvisvar, hafa hjálpargögn eða jafnvel stundum að hjálpast að í prófum. Sunna brautskráðist frá FNV fyrir 10 árum. Hún er með B.sc. í umhverfis- og byggingarverkfræði, M.Ed í menntunarfræði og lauk aukanámi í stærðfræði á mastersstigi til að öðlast kennsluréttindi í stærðfræði. Hún skrifaði lokaritgerð um viðhorf nemenda FNV til stærðfræðikennslu. Áhugamál Sunnu eru frá prjónaskap upp í skotveiði og motocross. Hún hefur endalausan áhuga á að læra eitthvað nýtt. Hún hefur líka mikinn áhuga á að reyna að gera stæðfræðikennlsu skemmtilega
Lesa meira

Opnir dagar

Opnir dagar verða 13. - 15. mars. Á opnum dögum er ekki kennt samkvæmt stundatöflu heldur er dagskráin er í höndum nemendafélagsins. Opnum dögum lýkur með árshátíð NFNV föstudaginn 15. mars.
Lesa meira

Opinn kynningarfundur á atvinnuflugmannsnámi

Vegna aukinna umsvifa Flugakademíu Keilis í Skagafirði, verðum við með opinn kynningarfund á atvinnuflugmannsnámi á Alexandersflugvelli á Sauðárkróki, fimmtudaginn 7. mars kl. 12 - 13. Þá munum við nota tækifærið og skrifa undir samstarfssamning við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra vegna flugnema skólans.
Lesa meira

Námsmatsdagar

Námsmatsdagar eru 7. og 8. mars. Ekki er kennt þessa daga.
Lesa meira

Kíkt í kennslustund

Spænskukennsla í FNV er í höndum David Hidalgo Rodriguez. David býr á Bifröst en kennir nemendum í FNV í gegnum fjarfundabúnað, en nemendurnir eru í kennslustofum á Sauðárkróki og í námsverum á Blönduósi, Hvammstanga eða Hólmavík. Ljósmyndari hitti á David og nemendur í kennslustund þegar David brá sér á Krókinn til að hitta nemendur. David leggur áherslu á fjölbreytta og óþvingaða nálgun með áherslu á að skapa áhuga á efninu. Nemendur fá nauðsynlegan grunn í málfræði og efla lesskilning. Sem dæmi um verkefni má nefna myndakeppni þar sem nemendur taka ljósmyndir og útskýra hvers vegna þeir völdu myndefnið. David byrjar hverja kennslustund á að kynna þrjá meginþætti kennslustundarinnar og síðan er hafist handa. Námsefni nemenda er námsbók, glósur og ýmis konar efni á netinu sem David miðlar með hjálp námsvefsins Moodle. David er frá borginni Salamanca á Spáni en þangað tekur tvær klukkustundir að aka frá Madrid. Savid lauk mastersprófi við háskólann í Salamanca en fór síðan í háskóla í Viga (Universida de Vigo) og lauk þar doktorsprófi í sagnfræði. Doktorsritgerð hans var um þróun stjórnarfars, frá einræði til lýðræðis. David býr með Noemí sem er spænsk og kennir ensku við Menntaskóla Borgarfjarðar. David kennir einnig við Fjölbrautaskóla Snæfellinga.
Lesa meira