28.03.2019
Drög að próftöflu vormisseris eru komin hér.
Athugasemdir þurfa að berast til Írisar áfangastjóra eigi síðar en 3. apríl.
Lesa meira
26.03.2019
Val fyrir haustönn 2019 hefur verið framlengt til klukkan 16:00 föstudaginn 29. mars.
Lesa meira
25.03.2019
Nemendur á kvikmyndabraut voru í tökum á stuttmynd þegar fréttamaður leit til þeirra. Þennan daginn fóru fram tökur á stuttmyndinni Loforðið eftir Óla Austfjörð. Tökur fóru meðal annars fram á í heimahúsi starfsmanna FNV og kennarar fengu hlutverk í myndinni. Myndin er ein af fjórum stuttmyndun nemenda á öðru ári. Nemendur unnu handrit á haustönn en á vorönn eru tökur og klipping. Ein mynd er tekin fyrir í einu og sinna nemendur lykilhlutverkum hvert hjá öðru t.d. sem hljóðmenn eða leikarar. Stefnt er að því að valdar myndir verði sýndar á Sæluviku.
Kvikmyndabrautin er 120 feiningar og lýkur með framhaldsskólaprófi á öðru hæfniþrepi. Nemendur hafa möguleika á að bæta við sig námi eftir eða samhliða brautinni og ljúka stúdentsprófi. Meginmarkmið kvikmyndabrautarinnar eru annars vegar að búa nemendur undir störf aðstoðarmanna í kvikmyndagerð og hins vegar að búa nemendur undir frekara nám í kvikmyndagerð og skyldum greinum. Á brautinni er lögð áhersla á fjölbreytni í kvikmyndagreinum s.s. kvikmyndarýni, handritsgerð, sviðshönnun og lýsingu, kvikmyndatöku,klippingu, hljóðvinnslu og hljóðsetningu. Einnig er lögð áhersla á samvinnu við atvinnulífið, einkum við starfandi framleiðslufyrirtæki í kvikmyndagerð.
Árni Gunnarsson er kennari í kvikmyndagerð. Hann rekur einnig kvikmyndafyrirtækið Skotta Film sem staðsett er á Sauðárkróki. Skotta hefur framleitt fjölda kvikmynda en einnig kynningarefni og auglýsingar fyrir einstaklinga, stofnanir og fyrirtæki. Nemendur hafa fengið að taka þátt í verkefnum Skottu og öðlast með því dýrmæta reynslu. Kvikmyndabrautin er því dæmi um vel heppnað samstarf skóla og atvinnulífs. Fleiri kennarar en Árni hafa komið að kennslu á brautinni. Mylen Blanc aðstoðaði við kennslu í hljóðtækni og –vinnslu á vorönn. Mylen er hljóðmaður og kemur frá kvikmyndaskóla í Frakklandi. Hún hefur áður aðstoðað við kennslu á brautinni.
Árni Gunnarsson lærði kvikmyndagerð í Danmörku og hefur áralanga reynslu af kvikmyndagerð, en Skotta kvikmynafjelag var stofnað árið 2004. Árni hefur gert yfir 30 heimildarmyndir og þætti fyrir sjónvarp, bæði hér heima og erlendis. Hann lauk nýverið B.A. prófi í sagnfræði. Í framtíðinni hefur hann áhuga á að vinna sagnfræðileg verkefni á sviði kvikmyndagerðar. Áhugamál Árna eru margvísleg svo sem útivist og tónlist. Hann samdi rokksöngleik sem sýndur var í reiðhöllinni og á menningarnótt árið 2005. Nú er von á fleiri lögum frá Árna, en þessa dagana vinnur hann að útgáfu kántrýrokks þar sem hann semur bæði lög og texta.
Lesa meira
25.03.2019
Jón Arnar Pétursson nemandi í húsasmíði við FNV stóð sig vel í Íslandsmóti iðnnema á dögunum. Hann keppti fyrir hönd skólans í húsasmíði og stóð sig með prýði og landaði 3. sæti. Við ákváðum að forvitnast örlitið um húsasmíðanemann. Jón Arnar er frá Sauðárkrók og því lá beinast við að fara í FNV. Hann byrjaði að vinna við smíðar hjá frænda sínum árið 2014 og það vakti áhuga hans á húsasmíðanáminu. „Námið hefur staðist væntingar og kennarar eru mjög góðir og hjálpa manni í gegnum þetta“ segir Jón Arnar.
Lesa meira
22.03.2019
Alla mánudaga kl. 11:20 - 13:10 í stofu 204 býðst nemendum að fá aðstoð við að skipuleggja tíma sinn og ná sem mestum árangri.
Lesa meira
18.03.2019
-
25.03.2019
Dagana 18. - 25. mars fer fram val fyrir haustönn 2019.
Leiðbeiningar um val eru í handbók Innu.
Deildarstjórar veita ráðgjöf vegna vals kl. 11:20 miðvikudaginn 20. mars
1. Veljið áfanga úr listanum með því að smella á hann.
2. Veljið hvort áfanginn er Aðalval eða Varaval með því að draga hann til.
3. Til að eyða áfanga skal smella á x.
4. Til að fá nánari upplýsingar er farið með músarbendilinn yfir áfangann.
5. Smellið á Vista val þegar búið er að velja alla áfangana.
6. Ath. að fjöldi áfanga í varavali á að vera minnst 1 og mest 3.
Lesa meira
18.03.2019
Auglýsing um sveinspróf
Sveinspróf í eftirtöldum iðngreinum verða haldin sem hér segir:
Í matvælagreinum í maí. Umsóknarfrestur er til 1. apríl.
Í byggingagreinum í maí/júní. Umsóknarfrestur er til 1. apríl.
Í prentgreinum í maí/júní. Umsóknarfrestur er til 10. apríl.
Í bíliðngreinum í maí/júní. Umsóknarfrestur er til 10. apríl.
Í hönnunar- og handverksgreinum í maí/júní. Umsóknarfrestur er til 10. apríl.
Í snyrtifræði í sept/okt. Umsóknarfrestur auglýstur síðar.
Í vélvirkjun í sept/okt. Umsóknarfrestur auglýstur síðar.
Í hársnyrtiiðn í sept/okt. Umsóknarfrestur auglýstur síðar.
Í ljósmyndun í sept/okt. Umsóknarfrestur auglýstur síðar.
Dagsetningar prófanna verða birtar á heimasíðu okkar um leið og þær liggja fyrir.
Með umsókn skal leggja fram afrit af námssamningi, lífeyrissjóðsyfirlit og burtfararskírteini með einkunnum eða staðfestingu skóla á því að nemi muni útskrifast í maí 2019.
Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður er mismunandi eftir iðngreinum.
Umsóknareyðublöð - www.idan.is og á skrifstofunni.
IÐAN - fræðslusetur,
Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík,
sími: 590 6400, bréfsími: 590 6401,
netfang: idan@idan.is
Lesa meira
15.03.2019
Það hefur verið líf og fjör á Opnum dögum við FNV. Á fimmtudaginn var boðið upp á rútuferð um sveitir Skagafjarðar. Þátttaka var góð og hátt í 50 nemendur fór með. Ferðin hófst með viðkomu á Páfastöðum þar sem nemendur fengu að skoða nýtískulegt fjós. Eftir hádegismat í Varmahlíð var hrossaræktarbúið að Varmalæk heimsótt, en þar eru stundaðar tamningar, þjálfun auk hestasýninga fyrir ferðamenn. Næst var ferðinni heitið að Kúskerpi þar sáu nemendur stórt og glæsilegt fjós með sjálfvirku gjafakerfi fyrir kýrnar. Að lokum var farið heim að Minni Ökrum en þar er blandað bú með nautgripum og sauðfé. Sæþór og Hólmsteinn í nemendafélaginu sáu um fararstjórn en mikil ánægja var með ferðina bæði hjá þeim sem þekkja sveitir Skagafjarðar vel og hinna sem þekktu minna til sveitarstarfa.
Lesa meira
15.03.2019
Íslandsmót iðnnema stendur sem hæsta þessa dagana en FNV á 6 fulltrúa á mótinu.
Lesa meira
12.03.2019
Opnir dagar verða 13. - 15. mars. Dagskráin er skipulögð af nemendafélaginu, NFNV. Dæmi um hópa: Bændaferð, hóptímaþjálfun, gítargrip, handavinnuhorn, library escape, LAN, kósýhorn, ljósmyndamaraþon, crossfit, skíði, háskólakynning, golfhermir, streetball, zumba, kraftlyftingar, förðun, skyndihjálp, Fablab og sýndarveruleiki.
Lesa meira