12.03.2019
Fréttamaður heimasíðunnar kíkti í kennslustund í stærðfræði þar sem Sunna Gylfadóttir var með hóp í STÆR2CC05 en sá áfangi er um hornaföll og vigra. Nemendur í hópnum unnu skemmtilegt verkefni um daginn þar sem þeir skiptu niður námsefni um vigra og kenndu svo hvort öðru. Kynningar þeirra voru mjög flottar og kennslan gekk vel. Vigrar eða vektorar eru gagnlegir til að lýsa hreyfingu eða kröftum og þeir eru einnig mikið notaðir í rafmagnsfræði. Flugmenn þurfa að kunna góð skil á vektorum til að geta lent vél í hliðarvindi.
Nemendur eru annars vegar í kennslustofu í bóknámshúsi á Sauðárkróki og hins vegar í námsverum (dreifnámi) á Blönduósi, Hvammstanga eða Hólmavík. Kennslan fer fram í gegnum fjarfundarbúnað. Sunna notar einnig spjaldtölvur við dreifnámskennsluna en þannig næst betra samband við nemendur og hægt er að aðstoða þau meira. Sunna kennir fleiri áfanga í stærðfræði, bæði í dagskóla og í fjarnámi. Í fjarnáminu reynir hún að nota video mikið sem kennsluefni.
Sunna hefur reynt nýjar leiðir til að breyta upplifun nemenda af prófum, t.d. með því að leyfa þeim að taka sömu prófin tvisvar, hafa hjálpargögn eða jafnvel stundum að hjálpast að í prófum.
Sunna brautskráðist frá FNV fyrir 10 árum. Hún er með B.sc. í umhverfis- og byggingarverkfræði, M.Ed í menntunarfræði og lauk aukanámi í stærðfræði á mastersstigi til að öðlast kennsluréttindi í stærðfræði. Hún skrifaði lokaritgerð um viðhorf nemenda FNV til stærðfræðikennslu.
Áhugamál Sunnu eru frá prjónaskap upp í skotveiði og motocross. Hún hefur endalausan áhuga á að læra eitthvað nýtt. Hún hefur líka mikinn áhuga á að reyna að gera stæðfræðikennlsu skemmtilega
Lesa meira
13.03.2019
-
15.03.2019
Opnir dagar verða 13. - 15. mars. Á opnum dögum er ekki kennt samkvæmt stundatöflu heldur er dagskráin er í höndum nemendafélagsins. Opnum dögum lýkur með árshátíð NFNV föstudaginn 15. mars.
Lesa meira
05.03.2019
Vegna aukinna umsvifa Flugakademíu Keilis í Skagafirði, verðum við með opinn kynningarfund á atvinnuflugmannsnámi á Alexandersflugvelli á Sauðárkróki, fimmtudaginn 7. mars kl. 12 - 13. Þá munum við nota tækifærið og skrifa undir samstarfssamning við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra vegna flugnema skólans.
Lesa meira
07.03.2019
-
08.03.2019
Námsmatsdagar eru 7. og 8. mars. Ekki er kennt þessa daga.
Lesa meira
01.03.2019
Spænskukennsla í FNV er í höndum David Hidalgo Rodriguez. David býr á Bifröst en kennir nemendum í FNV í gegnum fjarfundabúnað, en nemendurnir eru í kennslustofum á Sauðárkróki og í námsverum á Blönduósi, Hvammstanga eða Hólmavík. Ljósmyndari hitti á David og nemendur í kennslustund þegar David brá sér á Krókinn til að hitta nemendur.
David leggur áherslu á fjölbreytta og óþvingaða nálgun með áherslu á að skapa áhuga á efninu. Nemendur fá nauðsynlegan grunn í málfræði og efla lesskilning. Sem dæmi um verkefni má nefna myndakeppni þar sem nemendur taka ljósmyndir og útskýra hvers vegna þeir völdu myndefnið.
David byrjar hverja kennslustund á að kynna þrjá meginþætti kennslustundarinnar og síðan er hafist handa.
Námsefni nemenda er námsbók, glósur og ýmis konar efni á netinu sem David miðlar með hjálp námsvefsins Moodle.
David er frá borginni Salamanca á Spáni en þangað tekur tvær klukkustundir að aka frá Madrid. Savid lauk mastersprófi við háskólann í Salamanca en fór síðan í háskóla í Viga (Universida de Vigo) og lauk þar doktorsprófi í sagnfræði. Doktorsritgerð hans var um þróun stjórnarfars, frá einræði til lýðræðis.
David býr með Noemí sem er spænsk og kennir ensku við Menntaskóla Borgarfjarðar. David kennir einnig við Fjölbrautaskóla Snæfellinga.
Lesa meira
28.02.2019
Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2019 verður haldin í Háskólanum í Reykjavík 23. mars.
Lesa meira
27.02.2019
-
27.02.2019
Nemendur fá miðannarmat 27. febrúar samkvæmt skóladagatali. Miðannarmat er byggt á verkefnum og prófum sem nemendur hafa klárað fyrir matið. Einkunnir eru á bilinu 0 - 10.
Lesa meira
25.02.2019
Karlar í hópi starfsmanna FNV buðu samstarfskonum í kaffi föstudaginn 22. febrúar í tilefni konudags. Konunum voru afhentar eldrósir sem karlarnir smíðuðu undir dyggri stjórn málmiðnkennara. Efniviður eldrósar er 5mm stálteinn og 0,8 mm stálplötur sem eru skornar til til að mynda blóm og laufblöð. Blóm og laufblöð eru soðin við stöngulinn. Blómin og blöðin eru beygð í eldi. Þá er sandbláið til að losa eldhúð burt. Loks er rósin sett í eld til að bláma.
Lesa meira
17.03.2019
-
17.03.2019
Ljósmyndakeppni nemenda FNV er hafin og stendur til 17. mars.
Allir skráðir nemendur skólans geta tekið þátt.
Þema keppninnar er Fjör í FNV.
Keppnisreglur
1. Hver keppandi skilar 1-3 myndum úr skólalífi FNV.
2. Allir skráðir nemendur skólans eru gjaldgengir í keppnina.
3. Myndunum skal skal skilað á rafrænu formi sem viðhengi í fullri stærð í gegnum fnvkeppni@gmail.com fyrir miðnætti mánudaginn 17. mars.
4. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hefur birtingarrétt á öllum myndum sem berast í keppnina og áskilur sér rétt til að nota þær í kynningarskini. Áður en er til birtingar kemur þarf FNV að afla samþykkis þeirra sem birtast á myndunum nema um hópmyndir sé að ræða.
5. Við skil á myndum þarf að fylgja nafn höfundar og þeirra einstaklinga sem birtast á myndunum. Ekki er þörf á nafnalista fyrir hópmyndir.
6. Dómnefnd er skipuð einum nemanda, einum starfsmanni FNV og einum ljósmyndara.
Ein verðlaun eru í boði en það er glæsileg myndavél, CANON, EOS 4000D sem gefin er af Origo og Tengli ehf. Nánari upplýsingar um vélina verða gefnar síðar.
Verðlaunaafhending fer fram á sal skólans mánudaginn 25. mars kl. 09:30.
Lesa meira
18.02.2019
Söngkeppni FNV fór fram föstudaginn 15. febrúar. Fjöldi atriða var 13 og kenndi þar margra grasa, allt frá klassísku rokki til rapps með viðkomu í poppi.
Kynnar kvöldsins voru Rebekka Ósk Rögnvaldsdóttir og Bergljót Ásta Pétursdóttir. Dómnefndina skipuðu Helgi Sæmundur Guðmundsson, Stefán Gíslason og Helga Rós Sigfúsdóttir.
Reynir Snær Magnússon kom fram ásamt kærustu sinni Elínu Sif Halldórsdóttur, söngkonu og leikara en hún vann Söngkeppni framhaldsskóla árið 2015. Reynir Snær er fyrrum nemandi FNV og fór á kostum í hljómsveit söngkeppninnar á sínum tíma. Reynir Snær stundar nú nám við listaháskóla í Liverpool. Þá flutti sigurvegarinn frá því fyrra, Valdís Valbjörnsdóttir, lagið Shallow með Lady Gaga.
Keppnin fór fram fyrir troðfullu húsi og var afar jöfn og hörð. Dómnefndin átti að vanda erfitt með að gera upp á milli keppenda en niðurstaða hennar var sú að í fyrsta sæti hafnaði Ábjörn Edgar Waage með lagið Last in Line með Tenacious D. Í öðru sæti hafnaði Áróra Árnadóttir með lagið Always Remember Us This Way með Lady Gaga og í þriðja sæti höfnuðu bræðurnir Róbert Smári og Ingi Sigþór Gunnarssynir með lagið Minning eftir Mugison, Björgvn Halldórsson og Bob Dylan.
Óhætt er að segja að áhorfendur hafi skemmt sér vel og keppnin ber vott um það gróskumikla starf sem fram fer á vegum Nemendafélags FNV. Stjórn nemendafélagsins fær bestu þakkir fyrir frábæran undirbúning og framkvæmd keppninnar.
Atriði kvöldsins eru:
Sæþór Már Hinriksson
Dáinn úr ást - Sæþór Már Hinriksson
Óli Bjarki Austfjörð
Ekkert breytir því - Sálin hans Jóns míns
Anna Margrét Hörpudóttir og Dagmar Ólína Gunnlaugsdóttir
What now - Rihanna
Magnús Þór Björnsson
Revelations - Iron Maiden
Áróra Árnadóttir
Always remember us this way - Lady Gaga
Pálmi Ragnarsson
Bitch lasagna - Pewdiepie
Rannveig Sigrún Stefánsdóttir
Somebody to love - Queen
Róbert Smári Gunnarsson og Ingi Sigþór Gunnarsson
Minning - Mugison, Björgvin Halldórsson (Bob Dylan)
Ásbjörn Edgar Waage
Last in line - Tenacious D
Helgi Hrannar Ingólfsson
All i have - NF
Ingi Sigþór Gunnarsson
Fortíðaróður - Sveinn Rúnar Gunnarsson
Atli Dagur Stefánsson
House of the rising sun - The Animals
Eysteinn Ívar Guðbrandsson og Víkingur Ævar Vignisson
Þú verður tannlæknir - Laddi
Lesa meira