Húsgagnaviðgerðir (HGV102) námskeið

Húsgagnaviðgerðir (HGV102) námskeið á vorönn 2019 Viltu læra um orsakir og eðli skemmda á húsgögnum, greining þeirra og hvernig ber að standa að viðgerðum með hliðsjón af þeirri efnisnotkun og vinnuaðferðum sem upphaflega voru viðhafðar. Forvarnir varðandi húsgögn og viðmið sem skapast. Farið verður yfir pússningu, yfirborðsmeðhöndlun, helstu efni og áhöld sem notuð eru við viðgerðir. Lögð er áhersla á að nemendur fái yfirsýn yfir fagsviðið og geti komið með heildarlausnir fyrir viðskiptavini. Námskeiðið er bóklegt og verklegt og krefst þess að nemendur skili inn verkefnum að námskeiði loknu. Námskeiðið er sniðið að þörfum húsgagnasmiðanemenda en öllum er frjálst að taka þátt. Námskeiðið er metið til framhaldsskólaeininga. Skráning fer fram hjá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í síma 455-8000 og lýkur miðvikudaginn 20. Mars. Kennsla fer fram föstudaginn 22. mars kl. 17:00-21:00, laugardaginn 23. mars kl. 08:00-17:00 og sunnudaginn 24. mars kl. 08:00-17:00 Þátttökugjald er 15.000 kr. Frekari upplýsingar veitir Karítas S. Björnsdóttir í síma 865-0619
Lesa meira

Ytra mat

Á haustönn var unnið ytra mat á starfsemi skólans.
Lesa meira

Nemendur og kennarar í skólaheimsókn

Nokkrir nemendur og kennarar FNV fóru í skólaheimsókn til Finnlands þann 19. janúar.
Lesa meira

Töflubreytingar

Nemendur setja fram óskir um töflubreytingar í Innu.
Lesa meira

Upphaf vorannar

Kennsla á vorönn hefst mánudaginn 7. janúar klukkan 8:00. Nemendur setja fram óskir um töflubreytingar í Innu. Sjá leiðbeiningar á heimasíðu, www.fnv.is Nemendur setja fram óskir um töflubreytingar í Innu.
Lesa meira

Kennsla hefst 7. janúar

Lesa meira

Innritun í fjarnám lýkur

Innritun í fjarnám við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra fyrir vorönn 2019 er hafin og lýkur henni 7. janúar.
Lesa meira

Prófsýning

Prófsýning verður fimmtudaginn 20. desember kl. 9 - 10.
Lesa meira

Próf

Próf hefjast fimmtudaginn 6. des. Próftaflan er á heimasíðu skólans.
Lesa meira

Námsmaraþon dreifnema á Hvammstanga

Nemendur í dreifnámi FNV á Hvammstanga héldu námsmaraþon sl. nótt.
Lesa meira