Foreldrafundur um forvarnir

Forvarnarfræðsla Magga Stef, maggistef.is, verður með fræðslustund/vinnustofu fyrir foreldra/forráðamenn þann 26/09/2018 kl. 19:00 í stofu 304 í bóknámshúsi FNV.
Lesa meira

Matvælabraut við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra

Skólinn mætir þörfum atvinnulífsins í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Sóknaráætlun landshluta. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra (FNV) hafa gert með sér samning um stuðning SSNV við þróun nýrrar matvælabrautar við fjölbrautaskólann. Verkefnið er áhersluverkefni sóknaráætlunar fyrir árið 2018.
Lesa meira

Fyrstu dagar skólahalds

Lesa meira

Skólaslit FNV 25. maí 2018

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 39. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki föstudaginn 25. maí að viðstöddu fjölmenni.
Lesa meira

FNV er Fyrirmyndarstofnun 2018

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra komst í hóp fimm Fyrirmyndarstofnana árið 2018 i flokki stofnana með 50 starfsmenn eða fleiri. Þá fékk hann sérstaka viðurkenningu fyrir að vera hástökkvari ársins í sínum flokki.
Lesa meira

Stærðfræðikeppni FNV, MTR og 9. bekkjar

Föstudaginn 13. apríl fór fram stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og 9. bekkjar, en keppnin hefur nú verið haldin árlega í 21 ár.
Lesa meira

Innritun á haustönn 2018

Forinnritun 10. bekkinga er 5. mars – 13. apríl Lokainnritun 10. bekkinga er 7. maí – 8. Júní Innritun á starfsbrautir var 1. febrúar – 28. febrúar. Innritun annarra en 10. bekkinga er 6. apríl – 31. maí
Lesa meira

Úrslit úr forkeppni Stærðfræðikeppni 9. bekkjar

Úrslit úr forkeppni stærðfræðikeppni FNV, MTR og 9. bekkjar liggja fyrir. Alls tóku 122 nemendur í 9. bekk þátt í undankeppninni og af þeim komast 14 nemendur í lokakeppnina.
Lesa meira

Úrslit í Söngkeppni NFNV 2018

Föstudagskvöldið 9. febrúar sl. var söngkeppni Nemendafélags FNV haldin á sal skólans og var mæting ágæt – þétt setinn salurinn. Stofnuð var sérstök hljómsveit, „skólahljómsveit“, til að annast undirleik á kvöldinu, en hana skipuðu: Jóhann Daði Gíslason, Magnús Björn Jóhannsson, Sæþór Már Hinriksson og Silja Rún Friðriksdóttir. Stóð sveitin sig vel og lék við hvern sinn fingur. Alls var boðið upp á níu söngatriði að þessu sinni og voru þau hvert öðru betra, það var því ljóst þegar kom að því að útnefna sigurvegara kvöldsins að dómnefndinni var töluverður vandi á höndum.
Lesa meira

Kynning á Háskólahermi

Kynningarfundur verður haldinn mánudaginn 15. janúar kl. 13:15 í stofu 102 (fyrirlestrarsal).
Lesa meira